Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Sumarlandið.
265
því sama? Hin ævarandi nýsköpun fyrir áhrifamátt ljóss-
ins færir oss meira en efnisleg verðmæti. Það er og afl-
gjafi sá, er myndar fegurðina á himni og jörðu. — Vor!
Vorfegurð! Vér eigum vart á tungu vorri orð yfir annað
stærra hugtak fegurðarinnar. Og í hrifningar alglevmi
góðskáldsins, Matthíasar, fær liann ei jafnað lengra en
til Paradísarlífs vorsins í stefinu þessu:
Ég andaði himinsins helgasta blæ,
og minn hugur svalg voðalegt þor,
og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ
urðu dýrðleg sem Ijómandi vor.
Vér erum stödd í vaxandi flóðbylgju ljóssins. Á and-
legu máli eru lieimkynni eilífrar tilveru stundum nefnd
sumarlandið. Eigi skulum vér fylla flokk þeirra, sem
reikna eigi með tilveru þess sumarlands. — Svo mikið
er ljósið í tilverunni og lífið, sem það framleiðir, að
eigi er viturlegt að óvirða kenningu þá, er boðast al-
þjóð af íslenzka spekingnum, dr. Helga Péturssyni, um
hin furðulegu lönd lifsins í „geimdjúpunum“, svo að ég
noti málmynd hans, eins og hann kemst að orði i rit-
gerð um það efni í einu tímariti þjóðarinnar. Þar gefur
■'íkulegt og nýtt innsæi i eðli ljóssins og lífsins sem and-
legs magns, en eigi efnislegs eingöngu, í alheimsgeimi.
En í sumarbyrjun ættum vér ekki að þurfa að leita
út i geiminn eftir sumarlandi, því að vér búum þar sjálf.
Og þó höfum vér því að lirósa aðeins í krafti þess, að
það sumarland vort nýtur af því sumri — því ævarandi
sumri Guðs kærleikssþlar — er enga felur skugga og
lætur ekkert verða dauðanum að bráð, því sumri, þar
sem hið heilaga orð fær fullnaðarstaðfestingu, orðs hans,
er sagði: „Og hræðist eigi þá, sem likamann deyða, en
geta ekki deytt sálina“.
Sumarið er runnið yfir oss; lof sé föður lífsins, sem
gefur oss það. Það er eigi aðeins tími nýsköpunar og
fegurðar, sem vér nú göngum móti; það er og tími ásta
°g endurfunda. Vér erum tekin að heyra fagra söngva,