Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 28
266
ólafur Ólafsson:
er engin mannleg rödd né ómar jafnast við. Vér munum
á þessu sumri sem fyr mega greina margbreytileg blæ-
brigði fagnaðar og klökkva í ómum hinna engilhreinu
sumargesta vorra, er aldrei bregða trygð við oss, sein
heilsa þessu landi voru með lofsöngvum, en yfirgefa það
aftur með viðkvæmum tónum og breyttu vængjataki.
Vér sjáum móðurástina, lielgasta djásn lífsins, skarta
eigi síður utan vébanda mannlífsins en innan þess. Vér
sjáum lambið leita hælis undir lagði móðurinnar í skjóli
fyrir hreti og lireggi, eða flýja undir vernd liennar, ef
það hyggur liættu á ferðum. Vér sjáum börnin beillast
af blómskrúði jarðarinnar og lesa þar dulrúnir fegurð-
arinnar með huga hins hreina lijarta. Þau skilja þá svo
vel orðin í sálminum, sem öll íslenzk börn ættu að læra,
viðtal mannsins við skaparann, þar sem segir:
„Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu
er blað, sem margt er skrifað á um þig“.
Bleikt líkið, sem brúðurin unga, er blómum skreytt.
Afreks- og listamenn eru hyltir með blómvöndum. Við-
kvæm vinarkveðja varðveitist bezt og varir, meðan blóm-
ið angar, sem fylgdi henni. Blóm á leiði talar þöglu niáli
tállausrar órofatrygðar þeirra, er dauðinn aðskilur um
slund. Slíkir eru ávextir ljóssins. Slíkir eru merkisberar
sumargyð junnar.
Vér tökum enn að gista þetta þráða sumarland, feg-
iirðar og nytja, og það er enn vort eigið land, vort eigið
sviptigna, fagra land. Ljós lífsins boðar það i blessun
sinni, enn sem fyr. — En þegar til mannanna kemur —
bvernig reynast þeir í samanburðinum við fegurð og gæð)
binnar ytri náttúru? Hvort er mannssálin þar eftirbátur
eða yfirsvipur? Við þvi mun bæði mega segja: Já og nei-
Vér mennirnir höfum allir i oss geisla af þeirri tegund
ljóss, sem æðra er eða fullkomnara í eðli sínu en það
Ijós, sem byggir upp hina ytri náttúru. Það ljós er „líf'
Ijós“ — svo að ég viðbafi öðru sinni orð spekingsins,
sem áður er til vitnað. — Andlega Ijósið, það ljós, sem