Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 31

Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 31
Kirkjuritið. Kirkjur konunga á Bessastöðum. 1846. Enn er þetta sama mál uppi. Er þá Helgi Thordersen orðinn biskup. Ritar hann býsna langt bréf, 25. febr., til skóla- yfirstjórnar í Kaupmannahöfn um samskonar efni. Líka getur hann þess, að þá sé ákveðið, að Þorgrímur gullsmiður hafi óbúð- ina á Bessastöðum leigulausa næsta fardagaár (1846—’47, eins og áður, vegna skólans). Þetta sé líka maklegt, vegna þess, að hann hafi á næsta sumri umstang og átroðning út af burtflutningi eða sölu þess, er skólanum tilheyri. Og eigi síður fyrir langa, dygga °g prúða þjónustu í þarfir skólans.*) 1847. Eitthvað — en óvíst — er þá gert við þakið á kirkjunni. 1849. Kirkjan er þá „nokkurnveginn“ í lagi. 1852. „Sæmileg". 1858. Nú, í fyrsta sinn á 19. öld, er til prófasts visitazía á Bessastöðum. — Og engin biskups vísit. finst fyr né síðar á þeirri öld en 1875. Ólafur próf. Pálsson telur skrúð og áhöld kirkjunnar i „prýði- Jegasta standi og umhirðu", (þ. e. hjá Ingibjörgu, ekkju Þorgrims). Og að kirkjunni sé að flestu leyti vel haldið við. Þó var sá ljóður á þvi góða viðhaldi, „að loft það i framkirkju, sem fólki er ætlað sitja á, er mjög fúið, og bitar undir þvi að sunnanverðu mjög svo nærri því að fúna sundur. Saina hætta virðist búin af loft- hiu þar uppi yfir, sem af bilun og fúa er þegar tekið að dúga niður“. Þarf hér bráðra aðgerða, „ef ekki á að verða jafnvel að slysum“. — (Vísit. þessi var launuð með 4 rd. 16 sk.). *) Þorgrímur naut þó ekki lengi þessara vildiskjara. Þrátt fyrir inargfalt hrós yfirboðara hans, fyrir dugnað, trúmensku, lipurð °8 ljúfmensku við æðri og lægri í skólanum, með beiðni um Oannebrogsorðu honum til heiðurs. Og þrátt fyrir mjög vafasamt söluverð fyrir jörðina eða leigu eftir liana — máske 8 vt. = 28 rd. virði, þvi að liafa mætti þar 7—8 kýr, 3—4 hesta og nokkurar kindur. Væri bezt að fela amtmanni að semja við Þorgrim, því að hann vildi vera kyr. Viðhald húsa og kirkju stæði í vegi fyrir góðri sölu og hárri leigu. Þrátt fyrir þetta alt, fékk Þ. Th. ekki ábúðarleyfi þar á eftir nema um 4 ár (1847—’51), gegn því að greiða árlega 50 rd. og halda vel við húsunum á sinn kostnað. Kirkjan er þó ekki nefnd.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.