Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 38
Júlí.
Ferð um Suður-Þingeyjarprófastsdæmi.
Undirbúningsnefnd kirkjufunda hefir, eins og kunnugt er, tekið
það á stefnuskrá sina, að prestar og leikmenn yrðu sendir sanr.ni
út um Iandið, til þess að messa og flýtja erindi, og er þetta sam-
kvæmt þeirri viðleitni að efla samstarf presta og leikmanna að
trúmálum. Að undirlagi nefndarinnar varð það að ráði, að við
séra Gunnar Árnason á Æsustöðum færum um Suður-Þingeyjar-
prófastsdæmi í þessum erindum.
Við komum til Akureyrar, með áætlunarbifreið, þ. 10. júní.
Prófasturinn hafði þá útvegað einkabifreið, sem skyldi flytja okk-
ur milli ákvörðunarstaðanna, en það var fyrirhugað að koma i
allar kirkjur, að undanteknum Þönglabakka og Brettingsstöðum.
Miðvikudaginn 11. júní var starfið byrjað, á Svalbarðseyri. Til-
liögunin var hin sama á öllum stöðunum, og þannig, að séra
Gunnar flutti messu, en að henni lokinni flutti undirritaður er-
indi. Að því loknu var mönnum gefinn kostur á fyrirspurnum,
athugasemdum og umræðum um kirkju- og trúmál.
Á Akureyri liittum við séra Þorvarð Þormar í Laufási, og fylgdi
liann okkur um prestakall sitt. Frá Svalbarði vari haldið að Lauf-
ási um kvöldið, þ. 11. júní, en daginn eftir var messað í Grenivík.
Þaðan var aftur haldið að Laufási, en þar var messað á föstu-
daginn 13. júní. Þann sama dag skyldi og messað að Draflastöð-
um, en inflúenza var komin í sóknina, og varð því ekki af messu.
Héldum við nú að Vatnsenda, til séra Þormóðs Sigurðssonar, en
er þangað kom, færði prestur okkur þau tiðindi, að samkomubann
væri ákveðið í Bárðardal, vegna inflúenzu. Daginn eftir, 14. júni,
fylgdi séra Þormóður okkur að Illugastöðum og Hálsi, og var
messað á báðum stöðum. Daginn eftir, sunnudaginn 15. júní, liafði
verið ákveðið að messa á Lundarbrekku, og átti þar að fara fram
ferming. En þar sem þetta tækifæri var nú glatað, var ákveðið
að fara að Grenjaðarstað. Var það samkvæmt ósk sóknarprestsins,
séra Þorgríms Sigurðssonar, því að þann dag skyldi fara frani
ferming, og mátti búast við góðri kirkjusókn. Er þangað kom, liafði
prestur orðið að aflýsa fermingunni vegna samkomubanns, sem
einnig náði yfir Reykjadal. En bann hafði í þess stað boðað messu
á Þverá í Laxárdal þá um daginn, síðdegis. Var haldið þangað) og
messað, en um kvöldið fórum við að Skútustöðum í þeirri von,