Kirkjuritið - 01.07.1941, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.07.1941, Qupperneq 40
278 Árni Árnason: Júlí. og siðgæðileg, sem mætti nefna menning og siðgæði, en hitt gildi kristindómsins. Þeir, sem sækja þessar samkomur, munu geta gengið að því vísu, að sendimenn undirbúningsnefndar kirkjufundar taki ein- hver slík mikilvæg atriði til meðferðar, en hitt er svo annað mál, sem ég dæmi ekki um fyrir mitt leyti, hve vel tekst að gjöra efn- inu skil. Sé mönnum þetta ljóst, þá mæta þeir, sem eru áhuga- menn um þessi mál, enda þótt efni hvers erindis sé ekki auglýsi fyrirfram á hverjum stað, eins og drepið var á við eina guðsþjón- ustuna, enda er það ekki hægt. Ferð eins og þessi, sem farin er í aðra sýslu og enda i annan landsfjórðung, getur vitanlega aðeins orðið að vorinu og sumrinu, og vitanlega verður að halda áfram jafnt virka daga sem sunnu- daga. Það er þvi fyrirfram víst, að sendimenn heimsækja yfir- leitt ekki á öðrum dögum en þeim, sem nóg er fyrir sveitafólkið að starfa. Annríkið er nokkurn veginn víst fyrirfram, og það er ekki ástæða til að bera því við sérstaklega á hverjum stað. Hitt er svo aftur spurningin, hvort áhugi fólks fyrir trúmálum og þeim menningarmálum, sem við þau eru tengd, sé svo mikill, að það hafi nokkuð verulegt að þýða og hvort það sé þess vert, að fara svona ferðir, sem hljóta að verða fyrirhafnarsamar, dýrar og lenda á annatíma. Ég vil bæta því hér við, til þess að varna misskilningi, að orð mín ber ekki að skilja sem sneið eða ávítur til safnaðanna, sem við sóttum heim. Því miður fékk ég ekki tæki- færi til að kynnast nema nokkurum hluta prófastsdæmisins, að þessu leyti, en kynni min, það sem þau náðu, bentu ekki til, að andlegur áhugi fólksins væri minni en í öðrum bygðarlögum, þar sem ég þekki til. Það, sem ég nú hef nefnt, hefir vakið hjá mér þá spurningu, hvort ekki væri unt að koma þessum ferðum, þessu samstarfi presta og leikmanna þannig fyrir, að það gæti náð til fleiri, og að horfurnar á árangri gæti aukist. í umræðum þeim, sem urðu á eftir, benti séra Gunnar Árnason á leið til þess, að gjöra trú- málin að almennara umhugsunar og umræðuefni en þau eru nú. Hann benti á, að æskilegt væri, að félagsskapur, sem til er í sveitunum, bæði ungmennafélagsskapur og annar, tæki trúmálin á stefnuskrá sína, eða til umræðu, enda er það viðeigandi, þar sem þau eru merkustu andlegu málin og jafnframt menningar- og félagsmál. Þessi tillaga er áreiðanlega athyglisverð. Ferðin vakti einmitt hjá mér þá hugsun, hvort ekki væri heppilegra, að þessar sendiferðir gætu orðið í sambandi við einlivers konar mót eða trúmálafundi, t. d. i líkingu við það, sem komið hefir verið á í Húsavík, eða þá að ungmennafélög eða annar féiags-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.