Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 43

Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 43
Kirkjuritið. Almenni kirkjufundurinn. Undirbúningsnefnd kirkjufunda hefir nú skrifað prestum, sókn- arnefndum og safnaðarfidltrúum um land alt á þessa leið: Reykjavik, 8. júlí 1941. Undirbúningsnefnd almennra kirkjufunda leyfir sér að boða öllum sóknarnefndarmönnum og safnaðarfulltrúum kirkjufund fyrir land alt, sem haldin verður að forfallalausu i Reykjavik, sunnudag, mánudag og þriðjudag 12.—14. október næstk. Mun fundurinn hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11 f. li. sunnudaginn 12. október. Aðalmál fundarins verða: 1. Safnaðarstarf. 2. Kirkjuþing fyrir hina islenzku þjóðkirkju. 3. Kirkjusöngur. Auk þess verður flutt erindi um kristilegt starf nú á stríðstím- unum. Ennfremur má gjöra ráð fyrir, að fleiri erindi verði haldin °g önnur mál rædd, er fundarmenn kunna að óska. Búast má við, ;>ð ýmsu verði útvarpað frá fundinum. Eins og kunnugt er, liefir almennur kirkjufundur farist fyrir 2 undanfarin ár sökum forfalla, og er af þeim ástæðum og ýms- Um öðrum mjög nauðsynlegt, að þessi fundur verði vel sóttur, svo að starf fundanna geti náð sem mestri festu og góðum árangri. í þeim söfnuðum, þar sem sóknarnefndarmenn geta ekki sótt fundinn sjálfir, er ætlast til þess, að fulltrúar verði tilnefndir U1 að sækja hann, 1—3 úr hverjum söfnuði. Þeir, sem lengst eiga uð sækja, geta vænzt nokkurs ferðastyrks að fundinum loknum. Þeir, sem hafa einhver sérstök mál fram að bera á fundinum, e*’u beðnir að láta einhvern reykvísku nefndarmannanna vita um Þau, með ekki skemmri en hálfs mánaðar fyrirvara fyrir fund- inn. Að öðrum kosti má búast við þvi, að ekki verði unt að ræða þau á honum. Dagskrá verður afhent í upphafi fundarins. Enginn vafi er á því, að kirkjufundirnir hafa þegar unnið mikið Sagn, og mun svo enn. En eitt höfuðskilyrði þess er góð fundar- sókn. Með bróðurkveðju og bezta trausti. í undirbúningsnefnd almennra kirkjufunda. Ásmundur Guðmundsson. Gisli Sveinsson (formj. Friðrik J. Rafnar. Ölafur fí. Björnsson. Sigurbjörn Á. Gíslason. Sigurgeir Sigurðsson. Valdimar V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.