Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 7
Skín ljós yfir landi
Með nýju ári fögnum vér hækkandi sól. Dag frá degi
mun veldi hennar vaxa, unz hún býr land vort á sínum
tíma brúðkaupsklæði vors og sumars.
Þegar skáldið heilsar skini hennar, í upphafi ársins, lík-
ir það henni við frelsarann sjálfan:
Sem Guðs son forðum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
Ó, sjá þú drottins björtu braut,
þú barn, sem kvíðir vetrar þraut;
í sannleik hvar sem sólin skín,
er sjálfur Guð að leita þín.
Þannig á sólin að vera oss ímynd sonar Guðs, hans, sem
sagði: Ég er Ijós heimsins. Eins og hún fær unnið undra-
verk í ríki náttúrunnar, leysir klakabönd, vekur fræin,
sem nú blunda undir snjónum, og dregur stráin dufti frá,
þannig á ljós hans að lýsa oss í andans heimi og verma
hjörtu vor til nýs lífs, eilífs vors og sumars.
öll jólaljósin á liðnum hátíðum og hækkandi nýárs-
sólin eiga að minna oss á eitt og hið sama: Ljós heimsins.
# * •
Ljós heimsins lýsir.
Það er ljós sannleikans.
Þjóð vor verður að lifa í birtu þess.
„Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá“,
segir í þjóðsöng vorum.