Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 10
8
KIRKJURITIÐ
andlegu lífi í persónulegu samfélagi við hann og lýsa þeirri
reynslu sinni svo, að Ijósi slær á allar aldir.
Vér skulum enn fremur líta oss nær í tímanum, til
næstu kynslóðar á undan, foreldra og annarra, sem við
þekktum bezt og mátum mest. Var það ekki ljós kristin-
dómsins, sem bar þeim birtu og mótaði lífsskoðun þeirra,
hið einfalda og hreina fagnaðarerindi um föðurást Guðs.
Það lýsti yfir vegferð þeirra. 1 trausti til þess vildu þau
lifa og deyja í Jesú nafni. Og reynsla vor margra við föð-
urkné eða móður er í innsta eðli sínu hin sama sem Matt-
híasar, er hann kveður um móður sína:
Þá lærði ég allt, sem enn ég kann
um upphaf og enda, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér.
Sú skyrtan bezt hefir dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
Þessir geislastafir eru allir frá hinni sömu uppsprettu.
Þegar augað fylgir þeim, lítur það sólina, ljós sannleikans.
Vér sjáum, að það er enn þá meira en að Kristur boði
oss sannleikann. Hann er sjálfur sannleikurinn, mann-
sonurinn, Guðs-sonurinn. Þótt vér hljótum að fyrirverða
oss djúpt fyrir honum og andvarpa eins og Símon: Far
frá mér, herra, því að ég er maður syndugur, þá stefnir
samt til hans vor innsta og helgasta þrá. Og í sál vorri
bíða strengir þess, að hann snerti þá. Hann einn er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið, Ijómi dýrðar Guðs og ímynd
veru hans. Frelsarinn, leiðtoginn, fyrirmyndin, um tíma
og eilífð.
Ljós sannleikans verður að skína hinni íslenzku þjóðar-
sál. Þrátt fyrir allar ytri framfarir er andlegt líf þjóð-
anna í hættu statt. Heimsstyrjaldimar og allar þær hörm-
ungar, sem þeim hafa fylgt, hafa hnekkt kjarki þeirra
og bjartsýni, og er það skiljanlegt. Þeim hefir daprazt