Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 13
SKÍN LJÓS YFIR LANDI 11 vítuga andstöðuflokka og beitum stundum í baráttunni vopnum óvildar og haturs í stað þess að reyna að skilja hverir aðra og vinna saman að heill þessa lands, sem vér þó elskum öll. Simdurlyndið veldur oss margföldu tjóni við eldgos og harðindi, lamar átökin og veiklar þolið, torveldar bjargráð og hindrar framfarir. Vér þörfnumst kærleiks inn í þjóðmálin, til þess að þau leysist vel, en aldrei hefir verið meiri nauðsyn á né vandi, að umhyggju- samlega sé að þeim búið. Ég man glöggt, hvemig sums staðar er hlúð að ökrunum, til þess að komið nái fullum þroska, en bíði ekki tjón af næturfrostum. Það em kynnt bál umhverfis akrana á nóttum, svo að ylinn frá þeim leggur yfir þá og nepjunni og helkuldanum verður bægt burt. Þannig skyldi einnig á akri stjómmálanna. Kristin- dómurinn þarf að verma hjörtun, ljós kærleikans, svo að þau kali ekki. Það er sannleiki, sem einn vorra dreng- lyndustu stjómmálamanna hefir sagt: öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær, frá hetjanna fómarstól, bræðir andans ís, þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. En kirkja þjóðar vorrar? Ferst henni að vanda um, eða getur hún hjálpað? Er hún ekki klofin sjálf? Ýmsir álykta svo af deilum innan hennar. En deilur hafa verið í kirkj- unni allt frá upphafi, jafnvel með sjálfum postulum henn- ar. Og þær geta borið vitni um líf og kraft. Það er því í sjálfu sér engin ástæða til að óttast. Skoðanir em eðli- lega skiptar í trúmálunum eins og öðrum málum. Og það er hollt, að þeim sé haldið fram af frelsi, djörfung og veg-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.