Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 14

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 14
12 KIRKJURITIÐ söguþori. Sannleikurinn er ekki neitt samningsatriði og verður aldrei. En kærleiki kristindómsins verður að ríkja í kirkjunni, svo að vér höfum ráð á því að vera ósammála um ýmis atriði. Þá verður einnig eining um það, er mestu varðar, að Jesús Kristur sé ljós heimsins, ljós kærleikans, sonur Guðs og frelsari mannanna. Kirkja vor haggast hvergi, ef vér fyrir Guðs náð breytum eftir postullegu boði kristindómsins: Allt hjá yður sé í kærleika gjört. Það er skylda vor jafnt við kirkjuna sem þjóðina. Ef vér yfirleitt hvert og eitt vermdumst við Ijós kær- leikans, myndi þróttur vor og lífsgleði öðlast mikinn þroska. Ósátt við aðra og þungur hugur til þeirra er eins og helköld hönd grípi um hjartað. Jafnvel í miðju „Faðir vori“ verðum vér að hika eða hætta við framhaldið: Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Það getur vel verið, að vér höfum orðið fyrir þungri reynslu af mannlífinu, að vinir hafi t. d. brugðizt oss, vinátta þeirra hafi staðið jafn lengi og þeir hafi haft eitthvert gagn af oss og aldrei í rauninni verið annað en blekking og leikur. En erum vér viss um, að vinátta vor hafi aldrei verið sama marki brennd. Og hvað sem því líður: Hvað er allt, sem aðrir hafa brotið gegn oss, í samanburði við það, sem vér höfum syndgað gegn Guði? Hégómi. Ekki neitt. Skuldugi þjónninn, sem skuldar konungi sínum 40 millj- ónir króna og fær fulla uppgjöf, má ekki ganga rakleitt til samþjóns síns, grípa fyrir kverkar honum og heimta af honum 100 króna skuld. Látum ylinn frá fyrirgefningu Guðs gagntaka hjarta vort, svo að af þvi leiði fyrirgefn- ingarhug og kærleik til bræðra vorra og systra. Oflengi hefir klakinn og frostið hert sig gegn hækkandi sól. Of- lengi höfum vér burðazt með meingjörðir annarra. Rist- um velgjörðir á marmara, en mótgjörðir á sand. Vörpum af oss þungum, skaðvænum byrðum. Látum skuggana skreiðast brott til fulls og alls fyrir nýárssólinni. Fögn- um í friði og sátt og heilum huga ljósi kærleikans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.