Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 15

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 15
SKÍN LJÓS YFIR LANDI 13 Við birtuna og varmann frá ljósi heimsins getur ísland orðið sann-nefnd Sólareyja. Það getur orðið það, sem því var ætlað að verða við upphaf landnáms þess: Unaðs- reitur í Guðs ríki, öllum til blessunar, er hann byggja, og svo öðrum löndum og þjóðum. En gæt þess vel, þú sem orð mín lest, að þig má ekki vanta til að vinna að því. 1 þeim skilningi eiga allir að vera prestar. Island væntir þess nú á örlagaríkum tímamótum, að hver maður gjöri skyldu sína. Stefn hærra með hækkandi sól. Krjúp frammi fyrir Ijósi heimsins og bið af allri sál: Ljáðu, Drottinn, ljós og yl landinu mínu kalda, og lof mér, því mig langar til, á ljósinu einu að halda. Gleðilegt ár yður öllum. Skín ljós yfir landi. Ásmundur Guðmundsson. Gjafasjóður Niemöllers. í Þýzkalandi hefir nýlega verið stofnaður sjóður á vegum evangelísku kirkjunnar og er sjóður þessi kenndur við Nie- möller, hinn fræga kennimann. Hann er í augum þýzku þjóðar- innar ímynd þess, sem kirkjan hefir orðið að þola á síðustu árum, til þess að geta boðað fagnaðarerindið frjálst og hreint og gætt ábyrgðar gagnvart samtíðinni. Sjóði þessum er ætlað að styrkja evangelísku kirkjurnar, bæði í Þýzkalandi og víðar um heim. Prestaskortur í Svíþjóð. Prestaskortur er nú nokkur í Svíþjóð, og hefir verið reynt að bæta úr því með því að fela leikmönnum að gegna prestsemb- ættum, einkum þó sem aðstoðarprestar. Ó. J. Þ.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.