Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 16

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 16
Séra Stefán Baldvin Kristinsson prœp. hon. frá Völlum. F. 9. des. 1870. — D. 7. des. 1951. — Flutt við kveðjuathöfn á DaZvík. — Velkominn hingað heim á fomar slóðir, hjartkæri vinur, látni kennifaðir. Enn brenna’ í hjörtum heitar, skærar glóðir heilagra fræða, sem þú útlistaðir. Velkominn heim, — að hljóta hvíld svo væra í helgum reit í dalnum þínum kæra. Ungur þú varst, er öld vor lyfti baðmi, áhugasamur, lærður guðfræðingur. Þú kaust þér starf í traustra fjalla faðmi; fagur og mikill bauðst þar verkahringur. Að ræktun lýðs og láðs þú vannst af kappi. Þín langa dvöl varð sveitinni að happi. Vorn skilning glæddir Guðs á lagamálum og gafst þeim ungu hlut í speki þinni; og harmbót vannstu hryggum, mæddum sálum og hugarstyrk á dimmri vegferðinni. Trú þín var sterk og blessuð hlýja höndin var hjálpfús, þegar fastast krepptu böndin. Fegurðin hreif þig, gleðin þróttinn glæddi, gjöra þú vildir aðra hluttakandi. Skoðanafastur, hótan þig ei hræddi, hugrakkur, þó að ægði nokkur vandi,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.