Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 18
Séra Stefán Baldvin Kristinsson
fyrrum sóknarprestur og prófastur á Völlum.
Séra Stefán Baldvin Krist-
insson var fæddur að Yztabæ
í Hrísey 9. des. 1870. Foreldr-
ar hans voru hjónin Kristinn
Tryggvi Stefánsson Baldvins-
sonar prests Þorsteinssonar á
Upsum og Kristín HólmfríÖ-
ur Þorvcddsdóttir Gunnlaugs-
sonar bónda að Krossum á
Árskógsströnd. Hann var
þannig af kunnu atgjörvis-
fólki kominn í báðar ættir.
Sáust þess glögg merki í lík-
amlegu og andlegu atgjörvi
hans, að hann var af góðum
og kjarnmiklum stofni runn-
inn, — og hygg ég, að í honum hafi sameinazt það bezta
úr báðum þessum fjölmennu og stóru ættum.
Bernskuheimili hans að Yztabæ var ætíð fjölmennt og
stórt heimili, enda þekkt víða fyrir atorku, dugnað og
höfðingsskap. Þar voru stunduð jöfnum höndum búskap-
ur og útgerð og hvorttveggja sótt af miklu kappi. Þó að
þar væri ekki opinber veitingastaður og mönnum finnist
nú sem Yztibær sé ekki í þjóðbraut, þá var þar ætíð mjög
gestkvæmt, því að það var mjög algengt, að margar báts-
hafnir kæmu í land til að fá sér kaffi og aðra hressingu,
meðan „legið var yfir línu“, sem kallað var. Hið mann-