Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 19
SÉRA STEFÁN B. KRISTINSSON 17 marga heimili með þeirri glaðværð og léttleika, er því fylgdi, — hinar tíðu gestkomur og hin nána snerting við athafnalífið hefir eflaust snemma mótað hinn unga svein. Sjómennirnir fluttu með sér sjávarseltu og ævintýr. Faðir hans, hinn dugmikli og ákafi veiðimaður og selaskytta, hefir og kunnað frá mörgu skemmtilegu af sjónum að segja, enda var það svo, að sjórinn tók snemma hug séra Stefáns, og átti hann að miklu leyti alla ævi. Þótt hann væri búsettur í sveit um 40 ár ævi sinnar og ræki þar umfangsmikinn búskap, gleymdi hann ekki sjónum, held- ur leitaði þangað mörgum stundum sér til hvíldar og hress- ingar af innri þörf. Það má reyndar furðulegt heita, svo mjög sem hugur hans stefndi til sjávar, að hann skyldi velja sér það lífsstarf, sem hann gerði, og rækja það með jafnmikilli prýði og raun varð á. En ef menn undrast það, verða menn að gæta þess, að séra Stefán var enginn miðl- ungsmaður. Hann var um allt, eða flestallt, sem til hins betra horfði, langt ofan við meðallag. Gáfumar, atorkan og dugnaðurinn var svo mikill á öllum sviðum, að vel hefði nægt fleirum en einum til að ná meðallagi. Ekki er mér með öllu ljóst, hvað beint hefir huga séra Stefáns inn á þær brautir, er hann gekk. Vera má, að einhverjir vandamenn hans og vinir, sem varir hafa orðið hinna miklu gáfna hans, hafi ýtt undir hann og komið honum af stað. Ég sé þess merki í sjálfsævisögu séra Frið- riks Friðrikssonar, að hann telur sig ef til vill hafa átt þátt í því að vekja löngun séra Stefáns til skólagöngu og lærdóms. En ekki minnist ég, að hann sjálfur nefndi nokk- urn sérstakan í því sambandi, þótt vel geti svo hafa verið. Ég held, að það hafi nokkuð komið af sjálfu sér. Ég hygg, að hann hafi ungur fundið innri þörf hjá sér til að læra meira og vita meira en algengt var á þeim tímum um flesta þá, er hann umgekkst. Ég minnist þess, að hann sagði mér frá því, að hann hefði oft haft með sér bækur í hjásetu, og eins, er hann vakti yfir túninu heima hjá sér. Hann taldi margar þessar stundir, er hann sat hjá ánum 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.