Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 20

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 20
18 KIRKJURITIÐ og vakti yfir túninu og hafði bækur hjá sér, vera meðal yndislegustu stunda ævi sinnar. Einveran, kyrrðin og nátt- úrufegurðin hafði djúpstæð áhrif á hann. Honum varð það brátt ljóst, að til var annar heimur en heimur hins iðandi athafnalífs, sem hann þekJcti svo vel, — og að sá heimur var einnig girnilegur til fróðleiks. Ég hygg, að á þessum einverustundum hafi skapazt hjá honum viljinn til lærdóms og þekkingar. En hvort hann hefir strax ver- ið einráðinn í því, að hvaða marki skyldi keppt, er hann fór að heiman til náms, skal ósagt látið. Þó er mér nær að halda, að svo hafi verið, en alltaf hafi samt undir niðri vakað vonin um það, að þótt hann gengi „langskólaveg- inn“ sem kallað var, þá mundi hann ekki með öllu þurfa að snúa baki við sjónum með útgerð og athafnalífi, — og þá von sína og ósk fékk hann í rauninni uppfyllta. Um námsferil séra Stefáns get ég verið fáorður. Um hann er víða hægt að fá upplýsingar. Er öllum kunnugt, sem eitthvað til þekkja, að hann var óvenjulega glæsi- legur. Hann varð stúdent í Reykjavík 30. júní 1896, með 1. ágætiseinkunn, og kandídat í guðfræði við Prestaskól- ann 24. júní 1899, einnig með 1. ágætiseinkunn. Má af því öllum Ijóst vera, hvílíkur afburða námsmaður hann hefir verið. Gáfur hans voru fljúgandi skarpar og minnið næmt og óvenju trútt og gott. Einhverjum kann að virðast sem séra Stefáni hafi eigi orðið alls kostar eins mikið úr gáfum sínum eins og efni stóðu til og hinn glæsilegi námsferill hans ber vott um. Manni með slíkar gáfur og námsafrek hefði átt að vera opin leið til hinna æðstu og virðingarmestu embætta, — og mér er reyndar líka kunnugt um, að hann átti þess kost. Ég er ekkert hræddur um, að hann hefði ekki skip- að hvern þann embættissess sem var með hinni mestu prýði. Það kann að vera, að hann hefði orðið þjóð sinni að meira liði í einhverju öðru embætti, því að áhrifa sveitaprests, þótt góður sé, gætir allajafna ekki ýkja langt j

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.