Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 24
22 KIRKJURITIÐ um af honum, nema í samtölum, ræðum og fyrirlestrum. Hann skrifaði töluvert, einkum þó persónulýsingar, sem ekki verða þó birtar. öll prestverk fóru séra Stefáni vel úr hendi. Hann gekk til þeirra með alvöru, tilbeiðslu og lotningu. Sú alvara kom frá hjartanu, en var ekki tilgerð eða tildur. Starfið állt var honurn heilagt, lotningin og tilbeiðslan eðlileg. Svipur hans og látbragð endurspegluðu hinn innra mann. Stund- um sást í svip hans postullegur kynngikraftur, og gneist- uðu þá augun af gáfum og skerpu. Á gleðistundum var svipur hans fagur og ljómandi og lýsti lífsgleði og ham- ingju. En á sorgarstundum lýsti svipur hans innilegri hryggð og samúð. Snemma mun hafa borið á því, að hann mátti þá stundum vart mæla, vegna klökkva og hryggðar. Hið öra og mikla skap hans var skjótt að breytast sam- kvæmt þeim geðhrifum, sem hann varð fyrir. Mátti undr- um sæta um svo örgeðja og skapstóran mann, hve sjaldan skap hans bar hann ofurliði. En kæmi það fyrir, að skap hans næði yfirtökunum, og hann segði eða gerði eitt- hvað, sem hann sá að var rangt eða óréttlátt, þá var hann allajafna fljótur að jafna það og gera gott úr öllu. Kom þar vel í ljós göfgi hans og mannkostir. Það er yfirleitt samhljóða dómur þeirra, sem lengst og mest nutu persónulegra kynna og starfs séra Stefáns, að elskulegri, betri og skemmtilegri sóknarprest og sálna- hirði sé erfitt að hugsa sér. Enda sást það vel, er lík hans var flutt hingað heim til greftrunar í vetur, hversu mikil og djúpstæð ítök hann á enn í hugum sóknarbarna sinna, þar sem allir vildu gera allt, sem unnt var, til að gera útför hans sem veglegasta og heiðra á margan hátt minn- ingu hans. Það voru hlýir straumar þakklætis og virðing- ar, er streymdu móti eiginkonu hans og börnum við það tækifæri. Mér segir svo hugur um, að um all-langan tíma muni hann enn í hugum sóknarbarnanna „blessaður gamli presturinn okkar“. 1 því felst mikill og sannur vitnis- burður, og hann segir meira en löng grein eða ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.