Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 25

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 25
SÉRA STEFÁN B. KRISTINSSON 23 Séra Stefán var settur prófastur í Eyjafjarðarprófasts- dæmi í ágúst 1927 og skipaður prófastur 20. marz 1928. Lausn frá prófastsstörfum fékk hann 1. jan. 1941. Prófasts- störf sín rækti hann með sömu skyldurækninni og trú- mennskunni sem önnur störf sín. Hann var strangur og eftirgangssamur, og nákvæmur um skýrslugerðir og reikn- ingshald. öll var embættisfærsla hans nákvæm og emb- ættisbækur hans eins, og svo réttar sem kostur var á. Hinn 1. júní 1899 kvæntist séra Stefán eftirlifandi konu sinni, frú Solveigu Pétursdóttur Eggerz. Það er varla hægt að skrifa svo um séra Stefán, prestskap hans og þjónustu, að eigi sé frú Solveigar getið um leið. En það get ég þó eigi gert að þessu sinni. Ég vil aðeins taka það fram, að samhentari og betri eiginkonu hefði hann varla getað hlot- ið. Og hann taldi það sjálfur, að ef eitthvað væri þakkar- eða lofsvert við sína þjónustu og sitt starf, þá bæri ekki síður að þakka henni það en sér sjálfum. Honum var eng- in launung á því, að mestan þátt, næst Guðs blessun og Guðs hjálp, átti hún í því, hversu gæfuríkur og ástsæll og elskaður hann var. Starfs- og lífssaga hans sjálfs er um leið starfs- og lífssaga frú Solveigar. Slík mannkosta- og gæðakona sem hún er, hlýtur ósjálfrátt að færa bæði sína nánustu og þá, sem hún umgengst, á Guðs vegu. Ég læt þau ummæli nægja að sinni og bið velviljaða lesend- ur að lesa hennar þátt í starfi hans inn í málið. Þau hjónin eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi: 1. Pétur Eggerz, kvæntur Sigurveigu Þorgilsdóttur frá Sökku, búsettur í Þýzkalandi. 2. Kristinn Tryggvi, læknir, kvæntur Oddgerði Geirs- dóttur frá Múla, búa í Reykjavík. 3. Sœmundur, stórkaupmaður í Reykjavík, kvæntur Svanhildi Þorsteinsdóttur skálds Erlingssonar. 4. Sigríður, gift Birgi Thorlacius, forsetaritara í Reykja- vík. 5. Ingibjörg, gift Caspar Peter Holm. Þau búa í Hrísey.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.