Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 29

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 29
SYNGIÐ NÝJAN SÖNG 27 efni. En að hinu má spyrja: Er engin ástæða til þess að kirkjan hagi að einhverju leyti starfsemi sinni eftir eðli hvers tíma? Getur hún ekki að öðrum kosti orðið að eins konar nátttrölli, sem eftir situr, þegar meginþorri manna er genginn fram hjá? Er ekki hið forna messuform of þung- lamalegt fyrir nútímamanninn? Varla er nokkur svo fast- heldinn á foma siðu, að hann vilji fórna sálarheill nokk- urs þeirra vegna. Ég held, að það sé í fyllsta máta kominn tími til þess að kirkjan láti syngja nýjan söng. Leiðtogum og unnendum kirkjunnar ber að vaka yfir hverju því, sem horfir til heilla. Og þess er vert að minn- ast, að eftir engu má bíða, þar til sértrúarflokkar hafa stækkað söfnuði sína á kostnað kirkjunnar. Margir for- ingjar þeirra flokka eru svo heitir í andanum og fund- vísir á leiðir til að laða fólk til sín, að kirkjan má gæta sín, einkum nú á þessum órólegu og viðsjárverðu tímum. Til þess að forða frá slíku, þurfa leiðtogar kirkjunnar að knýja enn fastar á dyr hvers einasta mann og vera brenn- andi í andanum. I þessu sambandi vakna meðal annars þessar spurning- ar: Verða engar nýjar leiðir fundnar til þess að laða fólk- ið að kirkjunni, og hvernig má gera messumar áhrifa- nieiri og söfnuðinn virkari þátttakanda í messugerðinni? Einn stærsti liðurinn í hverri messugerð er söngurinn. Veltur því eigi á litlu, hvernig hann fer fram. Hin síðari ár hafa verið stofnaðir kirkjukórar víða um land. Ber að þakka þá miklu fórn og það mikla starf, sem á þann hátt hefir verið unnið í þágu kirkjunnar. En kirkjukór er ekk- ert lokatakmark, heldur aðeins áfangi. Lokatakmarkið er almennur safnaðarsöngur, þar sem hver einasti kirkju- gestur situr með sálmabók og syngur. Vitanlega hafa ekki allir söngrödd. En þeir, sem enga eiga, syngja þá bara með vörunum. „Guði sé lof, hún syngur svo falskt“, sagði sænski biskupinn. Hún söng, þótt röddina vantaði. Jafn- vel sálmabók í hendi og sálmalestur getur haft sína þýð- ingu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.