Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 31

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 31
SYNGIÐ NÝJAN SÖNG 29 um prestur að Reynivöllum. Vann hann ótrauður og sig- ursæll að þeim málum í sóknum sínum. Gat hann því trútt af reynslu talað. En að líkum hefir þessu máli verið lítið sinnt á öðrum stöðum. Og þótt prestar landsins haldi marga fundi og taki mörg mál til meðferðar og samþykki eina tillögu af annarri, þá verður þess ekki vart, að þetta mál hafi komizt á dagskrá. Er því efamál, að þeir hafi gert sér að fullu ljóst, hversu geysimikið gildi almennur safnaðarsöngur getur haft. En trú mín er sú, að væri hon- um komið á, gæti það valdið stórfelldri byltingu til heilla íslenzku kirkjuiífi. Heiti ég því á alla kirkjuvini að taka þetta mál til athugunar og vinna því lið. Sýnast þá prest- arnir ættu að vera sjálfkjörnir forystumenn. Annaðhvort verða kirkjurnar að eiga gnægð sálmabóka eða kirkjugestir að hafa þær með sér að heiman, því að takmarkið á að vera: Allir kirkjugestir með sálmabók og taki þátt í söngnum. Þá mun brátt koma í ljós, að öllum finnst þeir eiga mikilvægt erindi til kirkjunnar. Allur söfn- uðurinn syngjandi skapar dýrðlega messugjörð. Hér verður ekki vikið að fleiru. En ég hefi oft verið að vonast eftir tillögum, sem bentu í þá átt, að íslenzka kirkj- an færi að „syngja nýjan söng“. Björn Jákóbsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.