Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 32

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 32
Þjóðfélagsvandamálin og kirkjan. Sá, sem skyggnist um í þessu þjóðfélagi og hefir eyru til að heyra með og augu til að sjá með, mun fljótt kom- ast að raun um það, að víða er pottur brotinn og mikil þörf í lag að færa eða úr að bæta. Til þess þarf jafnvel ekki mikinn raunsæismann og því síður sjáanda. Mér þyk- ir trúlegt, að margur geti eftir slíka athugun tekið sér í munn orð spámannsins foma: „Hjartað berst ákaft í brjósti mér. Ég get ekki þagað.“ Félagslegu vandamálin taka yfir allt, sem er hugsað og aðhafzt í orði og verki i þessu þjóðfélagi, og lausn þeirra er torráðin gáta. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég sé þess umkominn að gera málinu full skil, en benda vil ég á nokkur atriði, sem málið varðar og líklegt má telja, að miðað gæti að lausn þess. Fyrst er þess að geta, að þjóðfélagsvandamál eru ekk- ert nýtt fyrirbæri í veraldarsögunni. Þeirra hefir gætt frá öndverðum dögum kristninnar og raunar löngu áður en hún hófst. Vandamálin hafa fylgt mannkyninu eins og svartur skuggi frá árdögum sögunnar. Þau voru í fyrstu fá og takmörkuð, en með vaxandi menningu má kalla, að þau fylli allt félagslíf mannanna. Þau em ranghverfan á hinni svokölluðu menningu og hafa reynzt óaðskiljan- leg henni og þeirri lífsstefnu, er hún skapar á hverjum tíma. Frumkristnin átti sitt mikla vandamál, þar sem voru þrælamálin. Menning fornaldarinnar hvíldi beinlínis á þrælahaldi. Frjálsir menn lögðu stund á stjómmál og her-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.