Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 34

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 34
32 KIRKJURITIÐ gerast þræll áfengisins. Og sú menning, sem reist er á áfengissölu og drykkjusjúkum mönnum og konum, verð- ur meira eða minna fúin í rót niður. Sá, sem áfengis neyt- ir í óhófi, skerðir sjálfan höfuðstól framtíðarinnar. Hann varpar ekki aðeins fé sínu á glæ og veldur sjálfum sér og sínum stundarógæfu. Afleiðingarnar koma niður á þjóð- inni allri og einnig á óbomum kynslóðum. En það er sú höfuðstólsskerðing, sem hver þjóð má sízt við. Þá minni eg á vandamálið um uppeldi æsJcunnar. Mörg- um hugsandi mönnum finst þar ekki vera allt með felldu og viðhorfið breytt mjög frá því, sem áður var. Börn og unglingar hafa losnað úr tengslum við heimilin. Heimilin eiga að vera eins og vermireitir þjóðfélagsins. Þar á æskan, hin verðandi framtíð þjóðarinnar, að vaxa upp við holl skilyrði til þroska og manngöfgi og verða góðir borgarar í lýðræðisríki. En áhrifamáttur heimilanna þverr, og skól- unum tekst ekki að leysa sitt mikilsverða hlutverk af höndum, svo að í lagi sé. Börnin verða þegar á skólaaldri haldin sjálfræðiskennd og skeytingarleysi. Þau lúta hvorki valdi heimila né skóla. Þegar þeir, sem nú eru á miðjum aldri, voru að alast upp, lögðu börn og unglingar yfirleitt kapp á það að stunda vel nám sitt í skólunum og búa sig undir hverja kennslustund eftir fremstu getu. Nú ber það oft við, að fjöldi barna, a. m. k. í kaupstaðaskólunum, læt- ur sér fátt um finnast, þótt ólesin sé ein og ein náms- grein, jafnvel tvær eða ef til vill allar dag og dag. Sóma- tilfinning margra bama og unglinga er veik, kæruleysið og trassaskapurinn hefir náð undirtökunum. En þegar böm og unglingar venjast þessu skeytingarleysi í æsku, er hætta á, að ár og dagur líði, unz þau bæta ráð sitt og trúmennskan og samvizkusemin mega sin meira í fari þeirra en kæruleysið. Nú má að vísu segja, að ungling- amir séu spegilmynd af fullorðna fólkinu, sökin liggi því hjá oss, sem eldri emm. Það er að minnsta kosti rétt, að aldarhátturinn og agaleysið á flestum sviðum þjóðlífs- ins er ekki vænlegt uppeldismeðal. Raunin verður líka sú,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.