Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 35
ÞJÓÐFÉLAGSVANDAMÁLIN OG KIRKJAN 33
að fleiri og fleiri börn leiðast út á refilstigu og verða
vandræðaböm. Vafasamt hlýtur þá að reynast, hvemig
rætist úr unglingnum, hvaða braut hann gengur og síðan
hinn þroskaði maður. — Hér hefir aðeins verið vikið
lauslega að víðtæku þjóðfélagsvandamáli, sem þegar er
orðið eitt af mestu vandamálum þessarar þjóðar.
Loks vil ég aðeins drepa á vandamálin, er varða atvinnu
og fjárhag. Um þau talar öll þjóðin. Þau mál koma við
lífi sérhvers manns í þessu landi og því finnst mörgum
mest til um þau. Vér Islendingar höfum öldum saman lif-
að við fátækt og takmarkaða kostu. Á þessu varð skyndi-
leg breyting. Þjóðin varð, vegna utanaðkomandi áhrifa að
vísu, tiltölulega auðug í síðustu heimsstyrjöld og í stríðs-
lok mátti heita, að vér værum með fullar hendur fjár.
En auður er valtastur vina. Framfarahugurinn óx. Gjald-
eyririnn eyddist á skömmum tíma. Mikið var keypt og
margt nauðsynlegt í framfara- og menningarsókn þjóð-
arinnar, ekki sízt vélar, tæki og skip. Miklu var líka sóað
í gegndarleysi að því er virðist. Og auðurinn hvarf jafn-
skjótt og oss hafði borizt hann í hendur. Þjóðin er aftur
fátæk og á fárra kosta völ, en hefir um skeið lifað að
nokkru á gjafafé. Svo er fjárhagnum komið, en hann hefir
að sjálfsögðu bein áhrif á atvinnulífið og afkomu almenn-
ings í landinu. En svo koma mennimir og gera illt verra.
Verkföllin eru gleggst dæmi þess, og er þá skemmst að
minnast sjómannadeilunnar síðustu, sem stóð mánuðum
saman. Verkföll eru hættulegt vopn og geta reynzt þjóðar-
hag alvarleg. Hins vegar verður að viðurkenna, að launa-
stéttir þjóðfélagsins eiga oft réttláta kröfu á hækkuðum
launum. Breytingar á launum og kaupsamningar milli laun-
þega og vinnuveitenda em því bæði óhjákvæmilegir og
sjálfsagðir. En þegar vinnudeilur standa vikum eða mán-
uðum saman, fer málið að vandast. Og hvers vegna þarf
svo að vera? Ástæðan hlýtur að vera skortur á vilja ann-
ars hvors eða beggja aðila til að setja sig í spor hins,
skortur á vilja til að meta af skilningi og þekkingu getu
3