Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 37

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 37
ÞJÓÐFÉLAGSVANDAMÁLIN OG KIRKJAN 35 hylmingu. Þann veg mætti lengi telja. Það má bera brigð- ur á þetta og koma með afsakanir, eu staðreyndimar eru margar og þeim verður ekki haggað. Og vér megum aldrei taka afsakanir gildar né láta þær villa oss sýn. Vér verð- um að líta á mennina og ástandið eins og það er í raun og veru og missa aldrei sjónar í starfi voru og viðleitni á takmarkinu, sem stefna ber að. Takist oss það trúlega, hygg ég, að vér komumst að þeirri raun, að einmitt í þessu huglœga ástandi, er ég vil nefna svo, er falið höfuð- vandamál vorra daga. Þaðan koma sýklamir, sem eitra þjóðarlíkamann, vaida illvígum deilum og spilla uppeldi °g góðum siðum. „Ég geri landið að auðn, af því að þeir hafa brugðið trúnaði við mig, segir Drottinn". Þann veg stendur skrifað í einu spámannsriti Biblíunnar. Er það ekki einmitt þetta, sem vér gerum, að bregða trúnaði við Drottin? Vissulega, því að það hugarfar, sem er í ósam- ræmi við vilja Guðs, og sú breytni og framkoma, sem það veldur, er trúnaðarbrot við föður vom á himnum. Lausn- arorð nútímans er hugarfarsbreyting, eða á máli kirkj- unnar, sinnaskipti — endurfæðing. Þjóðina skortir átakan- lega samhug og drengskap, heiðarleika í orði og athöfn, samúð, kristlund. Fyrir því er þjóðin sjálfri sér sundur- bykk, óheilbrigður ofvöxtur á sumum sviðum þjóðlífsins, en hún brennd marki vanþroskans á öðrum. Mörgum greinagóðum mönnum þykir horfa til fullkominnar upp- lausnar. En hvaða máttur getur þá komið til bjargar? Hvernig á að snúast við vandanum og leysa vandamálin? Við þeim spurningum á ég ákveðið svar: Kristindómurinn er sá máttur og aðeins hann. Það getur ekkert annað bjargað. En hugarfarsbreyting er óhugsandi sem varanlegt bjarg- ráð, nema þjóðin gangi í sjálfa sig, eins og glataði son- urinn gerði, og snúi sér í auðmýkt og trú til skapara síns. Nýlega birtist á prenti ritgerð eftir merkan mann, þar sem þessi mál eru nokkuð rædd. Sjálfur telur hann sig trúarveikan, þessi maður. En honum er það engu síður

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.