Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 38
36
KIRKJURITIÐ
ljóst, að „trúin var einstaklingum og þjóðum meira virði
en öll veraldleg auðæfi“. Og hann er þeirrar skoðunar,
að „hið eina, sem örugglega gæti læknað okkar sjúka
þjóðfélag, sé að þjóðin mætti öðlast þá trú, er lyft geti
henni upp yfir flatneskju sérhagsmunaþjónustunnar og
þar af leiðandi sundrungar, sem hún er nú stödd á.“
Þetta eru orð hins merka manns, og ég geri þau að mín-
um orðum. En hvernig má þetta verða? Aðalatriðið er,
með hverjum hætti takast mætti að sameina þjóðina og
gera hana að Guðs þjóð. Kirkja Krists er sú stofnun, sem
kjörin er til að vinna þetta verk, og hún er áreiðanlega
megnug þess, ef einstaklingarnir, ef fólkið sjálft, vill það.
Hún er kölluð til að flytja hinn eilífa boðskap um að guðs-
ríkið sé hið innra í mönnunum, að sérhver maður hafi
eilífðargildi og möguleika til vaxandi mannkosta og innri
þroska. Orð Jesú Krists: „Verið þér því fullkomnir, eins
og yðar himneski faðir er fullkominn“, geta ekki verið
töluð út í bláinn. Vér verðum að trúa þvi, að þau séu
sannleikur. En vill þjóðin fylkja sér um kirkjuna? Ég
hygg, að hún vilji það í raun og veru. Islenzka þjóðin
er áreiðanlega gædd mikilli trúhneigð og trúarþörf, ekki
síður en aðrar þjóðir. En aldarandinn er ekki hliðhollur
kirkjunni almennt talað. Það er ekki í tízku á voru landi
að sýna eða tjá trú sína. Á vorum dögum er meiri hætta
á því, að menn hræsni vantrú en trú. Hér er því um
það vandamál að ræða að sveigja hug fólksins til kirkj-
unnar. Og það, sem fyrst og fremst þarf að gera, er að
auka trúarlegt uppeldi æskunnar. Mér skilst, að í skól-
unum sé allvíða kastað höndunum til kristindómskennsl-
unnar, bæði í bamaskólum og framhaldsskólum, og að
skólablærinn sé lítitð mótaður af anda trúar og kristi-
legra áhrifa. Hér þarf að verða mikil breyting á. Sé það
lífsnauðsyn, sem ég hygg, að þjóðin verði kristin þjóð,
ekki aðeins í orði, heldur og á borði, virðist sjálfsagt, að
ríkisvaldið láti málið til sín taka og stuðli að því af
fremsta megni. Æskulýðurinn þarf að fá gott fordæmi í