Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 40
38 KIRKJURITIÐ breytingu, sem yljuð er og mögnuð af anda Krists og áhrifum kenningar hans. Kirkjan vísar og veginn og því betur, því trúrri börn hennar sem vér erum. „Guð hefir sagt þér, maður, hvað gott sé. Og hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram- ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?“ Ef vér fylgjum því boðorði kirkju Krists, mun lausn þjóðfélagsvandamálanna takast giftusamlega og Islending- ar verða hamingjusöm þjóð og langlífir í landi sínu. Kristinn Stefánsson. Að leiðarlokum. Jarðar- lífs er lýkur vetri, Ijómar eilíft fagra hvel. Sæludaga sumri betri síðar nýt ég bak við hel Þó að líkams-leifar mínar lítið auki gróður-svörð, þær ég glaður gef í þínar gleymsku-hendur móðurjörð. Megi' eg lífs að liðum árum líta mína gömlu sveit, skal ég hlýjum heillatárum hella yfir þennan reit. Öndu minni opnum sýnum yndi myndi þá að sjá, ef að upp af moldum mínum mættu spretta fáein strá. Jón G. SigurSsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.