Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 42
40
KIRKJURITIÐ
1947 helli í hæðunum 12 km suður frá Jeríkó og þar
handritin. Beduínarnir fóru með handritin til Betlehem,
og seldu kaupmönnum þau. Kaupmennimir, sem keyptu
handritin, voru 3. Tveir seldu sín handrit til sýrlenzku
kirkjunnar í Jerúsalem. Sá þriðji fór til háskólans í Jerú-
salem og seldi sinn hluta þangað. Háskólinn í Jerúsalem
fekk 6 handrit og stranga með handritaleifum. Hann fekk
auk þess tvær leirkrukkur. — Sýrlenzka kirkjan setti sig
í samband við Ameríkumenn, og þannig komst hennar
hlutur í þeirra hendur.
Það sem síðan hefur gerzt í málinu: 1949 var hellirinn
rannsakaður. Þar fundust brot af leirkrukkum, sem hand-
ritin höfðu verið geymd í. Þá fundust þar sneplar úr hand-
ritunum. Höfðu Bedúínarnir verið svo harðhentir, er þeir
brutu krukkumar og tóku handritin, að úr handritunum
hafði molnazt. — Síðar sama ár var brotizt inn í hellinn
á öðrum stað. Þar fundust fleiri leirbrot og ýmiss konar
keramik. — Ræðumaður skaut því inn í, að handritin
hefðu verið fleiri. Þau myndu koma fram síðar, hélt hann.
Ýmislegt benti ótvírætt til þess.
Sukenik prófessor í Jerúsalem hóf strax að rannsaka
handritin, þá er hann hafði fengið þau í hendur. — Þrátt
fyrir bardagana, sem þá stóðu yfir milli Gyðinga og Ar-
aba, byrjaði hann að gefa handritin út á prenti og gera
þau þannig aðgengileg vísindamönnum um allan heim.
Aðeins sá galli er á, að skýringar Sukeniks eru á hebresku.
— Hve erfitt Sukenik átti, er hann vann að þessum vís-
indaiðkunum, má sjá af því, að sonur hans var drepinn
í einni af loftárásum Araba á Jerúsalem. — Útgáfa Suk-
eniks er strangvísindaleg, fullyrti dr. Edelmann. — Suk-
enik hefir þegar gefið út eftirfarandi: 1) Sálma nokkura,
sem lýsa baráttunni milli barna ljóssins og myrkursins.
2) Jes. 41—43. 3) Þá hefir Sukenik gefið út Jes. 40, en
sá kafli er tekinn úr Jesaja handriti því hinu mikla, sem
sýrlenzka kirkjan á. Sukenik hafði fengið það handrit í
hendur um nokkurt skeið áður en Ameríkumenn vissu