Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 43

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 43
BRÉF FRÁ SÉRA GUÐM. SVEINSSYNI 41 um tilveru þess. Hafði háskólanum jafnvel verið boðið það til kaups, áður en Sýrlendingunum hugkvæmdist, að Am- eríka myndi bjóða bezt. Ameríkumenn tóku myndir af sínum handritum og sendu þær til Ameríku til rannsóknar. Var þar rannsakað letur og annað, sem hægt var að rannsaka eftir myndum. — Síðar voru handritin sjálf tekin vestur. Er nú unnið að rannsókn þeirra þar og útgáfu. Efnafræðileg rannsókn stendur yfir, og á hún að skera úr aldri þess, sem skrif- að er á. Dr. Edelmann rakti því næst handritin, sem fimdizt höfðu og fram væru komin. Háskólinn í Jerúsalem hefir fengið: Sálmana, sem lýsa baráttunni milli Ijóssins og uiyrkursins barna (2 strangar). Þakkarsálma (3 strang- ar). Hluta af Daníel (1 strangi) og af Jesaja. Ameríkumenn hafa fengið: Jesaja allan. 2 stranga, sem lýsa sértrtúarflokki. (Ritskýringar á Habakuk). Sýnast t>au handrit að svara til ymnanna um Ijóssins og myrk- brsins börn. 1. Enoksbók á Aramísku. Leifar af Lameks- bók. Visindamenn telja, að handrit þessi hafi verið eign sér- trúarflokks þess, sem lýst er í textunum tveimur, sem 11111 getur. — Muni hann hafa orðið fyrir ofsóknum og því flúið og falið heilög rit sín. Hafa menn gizkað á, að herför Pompejusar kunni að vera ástæðan til flóttans og ofsóknanna. — Handritin eru þó vafalaust eldri. — Fund- lzt hafa leifar af minnst 40 krukkum, en í þeim hafa hand- ntin verið geymd. Hefir verið vel frá þeim gengið, þau smurð og annað vlð þau gert, sem tryggði varðveizlu þeirra (sbr. Jer. 22,14). Hver krukka hefir tekið minnst 5 6 stranga; munu strangarnir því alls hafa verið um 200, ef öll kerin hafa verið full, en líkur mæla með því. Tveir lampar hafa fundizt í hellinum. Þeir eru hell- enskir að uppruna og taldir vera frá því um 200 f. Kr. — í hellinum fundust einnig menjar frá rómverska tímabil-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.