Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 48

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 48
46 KIRKJURITIÐ ið föstum. — En ástæðan hafi síður en svo verið sú að apa eftir þeim rithátt Kóransins eða gera fræðistarf Kórans- fræðinganna að fyrirmynd sinni. — Þvert á móti hafi starf Massoringa verið sjálfsvöm Gyðinga gegn Aröbum og arabiskum áhrifum. — Til að vernda einkenni hebreska frummálsins og forða að því yrði brenglað og aflagað með áhrifum frá arabiskunni, grófu Massoringamir upp allt, sem vitað var um málið, framburð þess og rithátt. Hin fínustu blæbrigði voru dregin fram og þeim gefið tákn til þess að tryggja, að þau varðveittust og gengju í arf til síðari kynslóða. — Taldi ræðumaður, að hinn nýi hand- ritafundur renndi sterkum stoðum undir skoðun sína, en veitti skoðun Kahles banahöggið. Þetta var í aðalatriðunum innihald fyrirlestrarins eftir því sem ég gat náð því niður. Auðvitað hefir margt fallið niður, og lauslega er á margt drepið, sem ræðumaðurinn fór um miklu fleiri orðum. Knúið á dyr Flosa. Húnaþing horfði mót harðinda kafla. Flóinn, sem hafði hót hjálpað með afla, brást, hvorki bærði þá brim eða gjálfur, íshella ein að sjá, ekki hann sjálfur. Bangsi í byggðir sér bregður af jökum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.