Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 52
50
KIRKJURITIÐ
þeir mættu með einhverjum hætti finna öruggan lend-
ingarstað, svo að lífi þeirra yrði borgið, og þeir unnu jafn-
framt þau heit, að í þakklætis skyni fyrir handleiðslu
Guðs skyldu þeir reisa guðshús á þeim stað, er þeir kæmu
að landi, svo að um aldur og ævi yrði þar flutt lofgjörð
til Guðs. — Hér eru þáttaskilin í sögunni. Tjaldið er dreg-
ið frá nýjum þætti, og vald himinsins kemur fram á sjón-
arsviðið. Hafrótið, myrkrið og dauðinn færast í baksýn.
Við erum stödd í hinu mikla þjóðleikhúsi Islandssögunnar
sjálfrar, þar sem stríð fólksins og ljósið af himnum mæt-
ast. Oft var það svo, að öðrum megin var bylgjan björt,
þó að lífsháskinn sjálfur lægi í öldudal hennar. önnur hlið
hennar vissi að birtu himinsins. Hvað var það nú, sem
gerðist, þegar sjómennirnir höfðu snúið sér í bæn til
Guðs? Allt í einu sáu þeir land, og þá var um tvennt að
ræða: Annaðhvort mundu þeir farast í briminu eða finna
lendingarstað. Það var hánótt, og Ijós byggðarinnar höfðu
verið slökkt. Þó sáu þeir eitt ljós. En það var nóg. Eitt
ljós er sjóhröktum manni nóg, ef það lýsir honum í höfn,
og það er meira virði en hundrað lampar í veizlusal, þar
sem dauðar sálir sitja að borðum og dreymir, að þær lifi.
Sjómennirnir stefndu að ströndinni, þar sem ljósið sást,
og þar varð fyrir þeim lítil vík, þar sem þeir gátu lent
heilu og höldnu. En ljósið, sem þeir héldu að væri í ein-
hverjum baðstofuglugga, var ekki frá neinni mannabyggð.
Það átti heima á öðru tilverusviði. Þeir sáu í flæðarmál-
inu bjarta og himneska veru. Það var hún, sem hafði lýst
þeim. En áður en þá varði, var hún horfin. Engillinn hafði
lokið hlutverki sínu. Staðinn, þar sem hann stóð og bát-
urinn lenti, nefndu sjómennirnir Engilsvík, og svo heitir
vík þessi enn í dag. Þeir efndu heit sitt og létu reisa
kirkju örskammt þaðan, — kirkjuna á Strönd í Selvogi.
Þar hafa fjölmargar guðsþjónustur verið haldnar síðan.
Þar hefir Guð verið ákallaður hátt og í hljóði um aldir.
Mörgum hefir fundizt, er þeir komu á þann stað, sem
þar væri enn í dag lendingarstaður tveggja heima.