Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 57
Játningarrit íslenzku kirkjunnar.
Dr. Einar Arnórsson hefir skrifað allmikla ritgerð um
þetta efni, sem gefin hefir verið út í ritsafninu: Islenzk
fræði, en þar eru einkum birt erindi, sem flutt hafa ver-
ið og rædd á rannsóknaræfingum í Háskóla Islands og
Þykja færa einhverjar nýjar eða markverðar athuganir
úm íslenzkar bókmenntir, sögu og tungu. Tekur höfund-
úrinn sér fyrir hendur að athuga, hvaða játningarrit verða
úð telja lagalegan grimdvöll evangelisk-lúterskrar kirkju
ú Islandi og hvaða gildi trúarrit þessi hafi.
I fyrsta lagi gefur hann yfirlit yfir hinar fomu trúar-
Játningar kristinnar kirkju. Því næst ræðir hann um,
hvaða játningarrit giltu hér í kaþólskum sið og eftir siða-
skipti og loks ræðir hann um hin spámannlegu og postul-
le&u rit í sambandi við játningarritin, og að hverju leyti
játningarrit kirkjunnar séu bindandi fyrir kennimanns-
starf íslenzkra presta.
Öll er ritgerðin skilmerkilega og fræðimannlega skrif-
úð, svo sem vænta mátti af hinum ágæta lögfræðingi,
°g þar sem hann er okkar helzti kirkjuréttarfræðingur,
t*á eru niðurstöður hans mjög athyglisverðar, hvernig
sem vér annars kunnum að líta á þær.
Vel treysti eg höfundi til þess að dæma um það rétt,
enda sýnist mér röksemdaleiðsla hans vera ljós fyrir því,
að hér hafi verið lögboðin kaþólsk trú til siðaskipta, en
síðan hafi kirkjuskipun Kristjáns þriðja verið lögtekin
og þar með sá skilningur, að trúarkenningarnar skyldu
lögbindast við hin spámannlegu og postullegu rit, trúar-