Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 62
60 KIRKJURITIÐ manni dettur nú í hug fyrir alvöru að ætla að fara að binda guðfræði við hugmyndir og reglugerðir liðinna alda með lögum, þá eru þessi fræði um leið orðin dauð og einskis nýt fyrir lifandi menn. Þetta þola trúarbrögðin sízt af öllu, ef þau eiga að vera sá lifandi máttur, sem kveikir hugsjónir og eflir siðavit þjóðanna. Eg hygg, að það sé með þetta í huga, sem framkvæmd- arvaldið hefir ekki hreyft því síðast liðin fjörutíu ár að reka íslenzka presta úr starfi, enda þótt það sé vitað, að þorri þeirra sé mjög veikur í rétttrúnaðinum. Og það var á þessum grundvelli, sem Jón Helgason hóf kröfu sína um kenningarfrelsi presta. Ef lögunum hefði hér verið fullnægt samkvæmt skýringum dr. Einars Arnórssonar, hefði orðið að byrja á því að lögsækja og reka flesta mikilhæfustu kennarana frá guðfræðideild Háskóla íslands, sem starfað hafa á þessum tíma, eins og t. d. Jón Helga- son og Harald Níelsson. Ekki hefði þá heldur dr. Jón Helgason dugað til að vera biskup. Þar næst hefði orðið að reka megnið af prestum landsins. Samkvæmt útreikn- ingi Hallesbys hins norska, sem naumast verður rengdur um rétttrúnað, voru hér árið 1936 aðeins 11 rétttrúaðir prestar, og samkvæmt því ætti um 90% allra íslenzkra presta að hafa verið lagalega réttrækir, eða átt sóma síns vegna að skilja við kirkjuna. Með þessu móti hefði kirkjan ekki orðið starfshæf, nema hnigið hefði verið að því ráði að vígja heimatrú- boðsmenn og aðra leikprédikara, enda játa þeir a. m. k. með vörunum, að þeir trúi samkvæmt játningarritunum. En þorri þessara manna er hins vegar lítt lærður í því að lesa hin spámannlegu og postullegu rit, og yrði þá mennt- un presta að teljast óæskileg, ef hún hefir aðeins trúar- villu í för með sér. Sjálfsagt væri þá að leggja guðfræði- deild Háskólans niður. Ekki mundi maður eins og Matthías Jochumsson, sem Háskóli Islands gerði að doctor theologiae honoris causa fyrir ódauðleg trúarljóð, geta verið þjónn þessarar kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.