Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 66
64
KIRKJURITIÐ
merkilega grein fyrir vandkvæðunum á því, er meta skal
gildi játningarritanna og kveða upp úrskurð um gildi
hinna spámannlegu og postullegu rita. Eru honum Ijósir
bæði hinir textafræðilegu örðugleikar og eins sá ágrein-
ingur, sem risið hefir og risið getur um skilning á texta,
þótt hann sé ekki rengdur. Ýmsa hina mestu kennifeður
og guðfræðinga kirkjunnar hefir greint á um þetta. Stund-
um getur jafnvel verið ógerlegt að skera úr um, hvort
einn skilningur sé réttari en annar. Um þetta færir höf.
ýmis glögg dæmi.
Honum er það Ijóst, að allar skýringar eru mannaverk
og játningarritin geta því verið ófullkomin eins og önnur
verk mannanna. En vegna elli sinnar eiga þau að halda
hefð og gildi í kirkjunni, þangað til þeim er hnekkt með
dómi. Hér þykir mér röksemdaleiðsla höfundarins veikust
og lendir hann í vandræðum með niðurstöðu sína, sem
von er til.
Til dæmis telur hann upp nokkur afbrigði frá evangel-
isk-lúterskum átrúnaði, sem hann hyggur að naumast
mundi valda kirkjunni svipting fjárhagsaðstoðar ríkis-
sjóðs, t. d. mismunandi túlkun á ummælum hinna postul-
legu rita og játningarrita um eilífa útskúfun. Þ. e. hvort
átt sé við kvalalíf í raunverulegum eldi, eða aðeins vonda
samvizku (hvort hér eigi að taka ummæli ritanna í bók-
staflegri merkingu eða líta á þau sem táknmál). Ágrein-
ingur um þýðing góðverka telur hann að eigi ætti að valda
hvörfum í þessu efni, né það frávik að telja, að mennirnir
rísi upp í andlegum líkama fremur en holdlegum.
Nú er það engum efa undirorpið, hvernig guðfræðing-
ar miðaldakirkjunnar litu á þessi atriði, né hver er skiln-
ingur játningarritanna í þessum efnum. Þeir trúðu á kvala-
stað, þar sem allt bullaði af eldi og brennisteini og eru til
hinar fjölskrúðugustu lýsingar af því frá þessum tímum.
Þeir litu svo á, að menn risu upp úr gröfum sínum í hold-
legum líkömum. Ein meginkenning Páls, Augustinusar og
siðbótarguðfræðinganna var sú, að menn geti alls eigi