Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 68

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 68
66 KIRKJURITIÐ komulag og verið hefir. Annað hvort verða íslenzkir söfn- uðir að sætta sig við það, að prestar þeirra reyni að kenna kristindóm eftir því sem þeir hafa framast vit og lærdóm til, eða banna verður héðan í frá alla viðleitni til trúarlegrar hugsunar, nema eftir margra alda gömlum reglugerðum. Ef það yrði gert, mundi verða heillaráð að fá Hallesby hingað til að greina hafra frá sauðum og hreinsa musterið. Mundi íslenzk þjóð óska eftir því? Hér gildir sú regla, að lögin eru til mannsins vegna, en ekki maðurinn vegna laganna. Um þetta verður löggjafinn og framkvæmdar- valdið að hugsa, áður en hafizt er handa um aðgerðir. Reynist svo, að þjóðin hafi líkar skoðanir í þessum efn- um og prestamir, væri þá ekki eðlilegast að fara þá leið að breyta stjómarskrárákvæðinu, sem orðið hefir tilefni til þessarar lærðu ritgerðar? Væri nokkuð óviðkunnan- legt við það til dæmis, að Islendingar kenndu kirkju sína fremur við sjálfan höfund hennar en Lúther, og létu sér nægja að segja í stjómarskránni, að íslenzka þjóðkirkjan skuli vera kristin kirkja? Eg geri þetta að tillögu minni næst þegar stjómarskrá- in verður athuguð. Mér sýnist óhætt fyrir rikið að hafa um þessi mál líka framkvæmd og verið hefir undanfarna áratugi og held ekki, að löggjafinn muni hafa haft neitt annað í huga, þó að hann sæi ekki ástæðu til að breyta þessu ákvæði 1944. En sé ekki unnt að túlka ákvæðið öðm vísi en dr. Einar Arnórsson hefir gert, þá liggur í augum uppi, að á að breyta því. Þess vegna er eg Einari Arnórssyni þakklátur fyrir þessa ritgerð. Hún knýr íslenzku þjóðkirkjuna til að gera sér grein fyrir því, á hvaða réttarfarsgrundvelli hún vill standa. Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.