Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 69

Kirkjuritið - 01.01.1952, Side 69
Innlendar fréttir. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var haldinn á Þingeyri dagana 6. og 7. sept. s.l. Formaður, séra Jón Kr. tsfeld, setti fundinn í kirkjunni, las ritningar- °rð og bað bænar, en fundarmenn sungu sálm á undan og eftir. Síðan var gengið til fundar í fundasal Kaupfélags Dýrfirðinga. Formaður minntist í fundarbyrjun nýlátinnar eiginkonu séra Jónmundar Halldórssonar, Guðrúnar Jónsdóttur. Risu fundar- menn úr sætum og vottuðu hinni látnu virðingu, en starfs- bróður sínum samúð sína. Þá gat formaður þess helzta, sem fél. hafði gert á árinu. Síðan flutti séra Stefán Eggertsson, Þingeyri, framsögu í aðalmáli fundarins: Kirkjan og sértrúar- flokkamir. Umræður urðu miklar um það báða fundardagana. Að kvöldi fyrri fundardagsins fór fram guðsþjónusta í kirkj- u«ni. Séra Einar Sturlaugsson prófastur, Patreksfirði, þjónaði fyrir altari á undan prédikun. Séra Gísli H. Kolbeins, Sauð- fauksdal, prédikaði, en séra Stefán Eggertsson þjónaði fyrir nltari eftir prédikun og tók prestana og fleiri til altaris. — Sóknamefnd Þingeyrar bauð fundarmönnum til kvöldverðar í samkomuhúsi staðarins fyrri fundardaginn. Boðinu stjómaði Matthías Guðmundsson vélsmiður, formaður sóknamefndar. ■P'lutti hann athyglisvert ávarp, en séra Jónmundur Halldórs- s°n svaraði fyrir hönd gesta. Var hóf þetta hið ánægjulegasta °g sóknamefnd til sóma. Auk aðalmáls fundarins var síðari fundardaginn rætt um hin nýju prestakallaskipunarlög. Framsögu í þvi máli hafði séra Jón Kr. ísfeld. í því máli var samþykkt svohljóðandi tillaga: »Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða, haldinn á Þingeyri 6.— sept. 1951, mótmælir eindregið fækkim prestakalla í landinu, en telur hins vegar tilfærslu eðlilega og fjölgun prestakalla uauðsynlega, þar sem fólksfjöldinn er mestur.“ Þá var rætt málið: Nafngiftir barna. Framsögu hafði séra Einar Sturlaugs- s°n. Samþykkt var eftirfarandi tillaga: „Að gefnum tilefnum leggur aðalfundur Prestafélags Vestfjarða, haldinn á Þingeyri sePt. 1951, áherzlu á, að kirkjuyfirvöld landsins hafi fullt eftirlit með því, að í sambandi við nafngiftir barna sé farið eftir gildandi lögum um mannanöfn". — Þá fóru fram venju-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.