Kirkjuritið - 01.06.1955, Qupperneq 7
SUMARKVEÐJA TIL ÆSKU ÍSLANDS 245
dug. Verið ljóssins börn í verki og sannleika, synir og
dætur sumarsins bjarta.
Takið stefnu með hækkandi sól. Áfram. Hærra.
Enn segir Kristur ykkur tvær líkingar:
„Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt.
Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæli-
ker, heldur á ljósastikuna; og þá lýsir það öllum, sem
eru í húsinu.“
Borgin á hæðinni í skóglitlu landi hylst hvorki af trjám
né öðru. Hún gnæfir yfir, svo að allir sjá hana langt
að. Útlit hennar fær ekki dulizt. Og þegar kveikt hefir
verið ljós á kveiknum í olíukúpunni litlu, þá er ekki
hvolft yfir hana keri, heldur henni lyft upp á ljósastik-
una, svo að ljósið lýsi öllum, sem inni eru.
Ykkur ber vissulega hátt, æsku okkar lands. Við hoi'f-
um til ykkar.
Játið hiklaust kristna trú ykkar. Gangið djarflega fram
til varnar því, að nokkurt djúp geti myndazt milli kristni
°g æsku lands okkar. Ekkert ungmenni má villast burt
frá kirkjunni. Þau verða. öll að sjá hana, svo að þau
megi rata heim. Kristur fagnar komu ykkar í hús sitt,
°g hann þráir ykkur einnig að borði sínu. Þannig skyldi
hvert fermingarbarn halda árlega afmæli fermingar sinn-
ar, uppi við altarið við hlið foreldra og annarra ástvina.
Göfgin skuldbindur. Þið eigið á hverri stund að vera
viðbúin til góðs, aldrei til ills.
Aldir eru liðnar síðan sú hugsjón var borin fram, að
hér á fslandi mætti rísa skóli ungra aðalsmanna, er berð-
Ust með vopnum andans fyrir heill þess og frelsi. Ég vildi
°ska, að hún rættist nú í lífi og starfi íslenzkra æsku-
manna, er helguðu íslandi allt, og breyttu eftir einhverj-
Um fegurstu orðunum, sem ég hefi nokkru sinni séð rist
a nddaraskjöld: Ekki í myrkrunum.
Ljósið á ijósastikuna, svo að það lýsi öllum í húsinu.
Líf ykkar og starf skíni eins og ljós yfir öllu landi
°kkar.