Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 8
246
KIRKJURITIÐ
— Að lokum mælir Kristur til ykkar:
„Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái
góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnun-
um.“
Það er vel, að þið leggið áherzlu á það að vinna gott
verk á degi hverjum, en andvarpið hrelldir að kvöldi, ef
það bregzt, eins og Titus forðum: Þessum degi hefi ég
glatað. Máttur góðra verka er vissulega mikill. Ég hygg,
að án þeirra verði hinni raunsýnu æsku lands vors ekki
boðaður kristindómur — að án þeirra taki hún enga
prédikun gilda. Ef verkin styðja ekki, er henni boðunin
gagnslaus, enda er trúin dauð án verkanna. Það er hollt
að fara að dæmi Þorláks hins helga: Að kostgæfa meir
að gjöra sem bezt en segja sem flest. Já, látið verkin
tala, góð verk.
Og þó getur einnig á þessu sviði legið hætta í leyni.
Ef einhverjum taka að miklast sjálfum eigin góðverk, þá
er voðinn vís. Kristur varar einnig við því í Fjallræðunni:
„Gætið yðar, að fremja ekki réttlæti yðar fyrir mönn-
unum til þess að verða séðir af þeim. Vinstri hönd þín
viti ekki, hvað hægri hönd þín gjörir.“ Og hann dregur
upp mynd af Faríseanum í musterinu, sem setur sig í
bænarstellingar og segir: „Guð, ég þakka þér, að ég er
ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hór-
karlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta
tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast."
Þessa kenning Krists hefir ef til vill enginn skilið betui’
né útlistað en rússneski spekingurinn og skáldið Leo Tol-
stoj.
Hann lýsir því í bók sinni Upprisu, hvernig aðalmaður
sögunnar festir göfugt áform: Augu hans fylltust tárum.
Og þau tár voru bæði góð og vond. Góð af því, að ásetn-
ingur hans var fagur, en vond af því, að hann komst við
af göfgi sjálfs sín.
Nei, góðverk mannanna, runnin af hreinum hvötum,
eru í dýpstum skilningi af guðlegum uppruna. Fyrir þvi