Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 9

Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 9
SUMARKVEÐJA TIL ÆSKU ÍSLANDS 247 segir Kristur, að þeir, sem sjái þau, vegsami föðurinn á himnum. Þau bera honum vitni. Hans er vegsemdin fyrir þau, mátturinn og dýrðin. Hans er að bjóða, en okkar að hlýða. Og enn segir Kristur við lærisveina sína: „Þér skuluð, er þér hafið gjört allt, sem yður var boðið, segja: Önýtir þjónar erum vér; vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir til að gjöra.“ Ég veit, að þið eruð að sumu leyti ólík hvert öðru og æfikjörin margvísleg, og svo munu einnig æfistörfin verða. En þó munuð þið öll geta fundið hjá Kristi fegurstu fyrir- myndina, hver sem staða ykkar verður, og að andi hans snertir dýpstu strengina í brjóstum ykkar. Hann er hið mikla ljós heimsins. Við það megum við tendra okkar htlu ljós. Og hæsta og helgasta hugsjón allra á því að vera ein: Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Við brú eina í Vesturheimi eru reistar tólf standmyndir. Þær eru allar af Kristi og þeim ætlað að sýna það, hvernig hann eigi að vera fyrirmynd manna af öllum stéttum. Ein er af barnavininum, sem foreldrar, kennarar og aðrir uppalendur skuli læra af. önnur af sáðmann- inum, er leiðbeini þeim, sem yrkja jörðina. Þriðja af hirðinum góða. Fjórða af trésmiðnum, iðnaðarmanninum. Og þannig áfram. Að þessum myndum þyi’pist fólkið til bæna og andlegra hugleiðinga og til þess að sækja sér styrk og vegsögu til starfs og dáða. En við eina mynd- ina er jafnan flest, myndina af Kristi á krossinum, sem verpur ljóma á allar hinar. Þar er dýrlegust boðun hans, sem er mestur í heimi — kærleikans, er líður kvöl og ioggur líf sitt í sölurnar fyrir aðra, en án hans væri allt hljómandi málmur og hvellandi bjaila. Þar skín bjartast '.iós heimsins í skini páskasólar: Guð er kærleikur. Sumar kærleikans er ávöxtur hveiti kornsins, sem dó. Æska íslands. Ungu piltar og stúlkur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.