Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 12

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 12
JES A. GÍSLASON: Kirkjurnar í Vestmannaeyjum frá kristnitökunni, árið 1000, til vorra <laga. Fyrir rúmura þrjátíu árum síðan byrjaði ég að færa í letur ýmislegt varðandi Eyjarnar frá fyrstu tím- um íslands byggðar. Sumt af þessu hefi ég, fyrir mörgum árum síðan, birt í blöðum, sem hér voru gefin út, aðallega þó í blaðinu ,,Skjöld- ur“. í því blaði, 1. árg. þess 1924, tbl. 35, 37, og 38, birti ég kafla um kirkjurnar í Vestmannaeyjum frá upphafi. Með því að blað þetta, „Skjöldur, mun nú í fárra eða engra manna höndum hér, en ýmis- legt verið birt síðan á prenti um kirkjurnar, sumt miður áreiðanlegt, en sumt aftur á móti, sem skýrir ýmislegt það, sem ókunnugt var um, er ég ritaði kafla mína um kirkjurnar, þá er tilgangur minn með línum þessum að skýra í stórum dráttum frá sögu kirknanna, en einkum að því, er við kemur þeirri spurningu, hve gömul Landakirkja sú muni vera, sem nú stendur. Áður en kristni var lögtekin hér á landi árið 1000, eru til heimildir fyrir því, að búið hafi verið að reisa hér nokkrar kirkjur, og er þá einkum getið þriggja þessara kirkna: Þor- varður Spakböðvarsson lét reisa kirkju að bæ sínum, Ási í Hjaltadal, 16 árum áður en kristni var lögtekin, og stóð sú kirkja þá Bótólfur var biskup að Hólum. Örlygur gamli reisti kirkju að Esjubergi á Kjalarnesi (Kristnis. Hauksbókar). KetiH hinn fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, reisti kirkju að Kirkjubæ á Síðu. Fyrsta kirkjan, sem reist var hér, er kristni var lögtekin, var reist í Vestmannaeyjum á Ilörgaeyri, sunnan undir Heima- Séra Jes A. Gislason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.