Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 13
KIRKJRUNAR í VESTMANNAEYJUM 251
kletti, norðan megin vogsins. Sú kirkja var nefnd Klemensar-
kirkja, eftir kirkju þeirri, sem Ólafur konungur Tryggvason
lét reisa í Niðarósi, og nefnd var eftir og helguð hinum heilaga
Klemensi Romanus, sem á að hafa verið fyrsti páfi á Péturs-
stóli í Róm. Honum á að hafa verið drekkt um árið 100 e. Kr.
á þann hátt, að akkeri var bundið við hann. Akkeri er einkenni
hans, og hann var talinn dýrlingur sjómanna. Þeir Gissur hvíti
og Hjalti Skeggjason fluttu frá Noregi viðinn í þessa fyrstu
hirkju og komu hingað 17. eða 18. júní árið 1000, en höfðu
þó áður haft samband við land, þennan sama dag, er þeir
tóku Eyjar, því að róið var út í þá fram af Dyrhólaósi, en
það var þann sama dag, sem Brennu-Flosi reið yfir Arnar-
stakksheiði á leið til Alþingis og fékk þannig fréttir af för
þeirra og erindi. Um þetta segir svo í Kristnisögu Hauksbókar
12. kap.: „Þeir (nefnil. Gissur og Hjalti) tóku þennan sama
dag Vestmannaeyjar og lögðu skip sitt við Hörgaeyri. Þar báru
þeir föt sín á land og kirkjuvið þann, er Ólafur konungur
hafði látið höggva og mælt svo fyrir, að kirkjuna skyldi þar
reisa, sem þeir skyti bryggjum á land. Áður kirkjan var reist,
var lutað um (varpað hlutkesti um), hvárum megin vogsins
standa skyldi, og hlauzt fyrir norðan, þar váru áður blót og
hörgar."
Þeir Gissur og Hjalti dvöldu hér í Eyjum í 2 nætur. Það er
því með öllu óhugsandi, að þeir hafi lokið kirkjusmíðinni á
þessum 2 dögum. Þeir urðu að hraða sér til þings, vegna kristni-
boðsins og væntanlegrar kristnitöku. Þeir hafa því að öllum
hkindum notað þennan stutta tíma til þess, að byggja undir-
stöðuna og leggja þar á undirtrén, og kirkjan síðan reist að
haustinu. Einnig virðist það óhugsandi, að þeir hafi ráðizt í
það að brjóta hörgana, þar sem heiðnir menn voru hér fyrir,
°g gátu því hefnt þessa, er hinir voru burtu farnir.
Samkvæmt þessum heimildum og öðrum sams konar, má
það því telja tvímælalaust, að kirkjan var reist fyrir norðan
v°ginn, hitt verður ekki ákveðið, hve lengi hún stóð þar. Sam-
kvæmt máldaga Nikulásarkirkju á Kirkjubæ, sem gerður er
af Árna biskupi Þorlákssyni árið 1269, sést, að þá er sjór
farinn að ganga svo nálægt norðan megin vogsins, að þá er
h*tt að jarða þar, og virðist mega ætla, að kirkjan hafi verið
rifin skömmu síðar eða um 1300 og hvergi byggð upp aftur.