Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 23

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 23
SIGURÐUR GUNNARSSON, Húsavík: Að tendra neistann. Hugleiðingar leikmanns. Það er margt, sem fertugur ferðalangur veitir athygli á leið sinni um ókunn lönd. Væri þessu ekki þannig varið, hefði hann tæpast opin augun, eða væri einkennilega sljór. Eitt af því marga, sem ég hlaut að veita athygli í utanför mmni s.l. skólaár, var kirkjusókn og safnaðastarf. Mun það m- a. hafa verið af þeim ástæðum, að ég hefi lengi verið þátt- takandi í kirkjukórum, og jafnan viljað veita kirkjulegu starfi liðsinni. — Ástæðan til þess, að ég kem hér með stuttan frá- sagnarþátt um þessi efni, — hugleiðingar og samanburð, — er Þó einnig sú, að ég hlýddi á fyrirlestur og sá kvikmynd frá lútherskum söfnuðum í Ameríku og víðar. Tel ég þá safnaða- starfsemi til sannrar fyrirmyndar, svo að fyllsta ástæða er til að skýra frá henni og ræða um hana í okkar athafnalitlu söfnuðum. Viö skulum fyrst nema staðar um stund við kirkjusókn, safnaðarsöng og þátttöku í guðsþjónustum. Ég var við guðsþjónustur í öllum þeim löndum, sem ég óvaldi í. Það var hrein undantekning, ef hvert sæti var ekki Jafnan skipað, og rúmuðu þó margar kirkjurnar afar mikinn mannfjölda. Ekki fannst mér þó neitt sérstaklega merkilegt við það, þar sem um svo fjölmennar þjóðir er að ræða, heldur ^tt, hve almenn og einlœg þátttaka safnaöanna er í guösþjón- ustunni allri. Þótt víðast hvar séu kirkjukórar, leiöa þeir að- eins sönginn. Allur söfnuðurinn eða þeir, sem söngrödd hafa, syngja með, óhikað og öruggt, af fyllstu einlægni og innri hórf, SVo ag gifjjjj. hljómar, slík tjáning, hlýtur að berast til imnanna. Hins vegar sungu stundum kirkjukórar einir eitt 1 Þr3Ú stór kirkjuleg tónverk, oft einkar laglega. í sumum lrKium minnist ég, að aðeins fáir leiddu sönginn, — fjórir til Sex menn. Langmest bar á einrödduðum safnaðarsöng. t'atttaka safnaðanna í guðsþjónustunni var einnig á annan

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.