Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 27

Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 27
AÐ TENDRA NEISTANN 265 kirkju- og safnaðarstarfsins þeirra, — í þágu kirkjunnar þeirra. Og ef viö værum nógu áhugasöm um hag okkar kirkju, og safnaðarlíf yfirleitt, mundum við gera hið sama. Af því, sem ég hefi nú sagt, má draga þá ályktun, að ég telji kirkjulegt starf erlendis í ýmsu tilliti standa allmjög framar en hér heima, víðast hvar. — Já, í samanburði við það, sem ég hefi séð og heyrt um safnaðarstörf erlendis, mun það í raun og sannleika vera svo. Safnaðarstarf íslenzku þjóðkirkj- unnar þolir þar ekki samanburð. Niðurstaða máls míns hlýtur því að verða sú, að hjá okkur þurfi sem fyrst að verða breyting til bóta í þessum efnum, — að fyrst við á annað borð höfum þjóðkirkju, þá sé vansœmd, °9 raunar ókristilegt, að vinna fyrir hana svo mjög með hang- andi hendi sem við gerum yfirleitt. Sú breyting, eða þau straum- hvörf, sem hér er átt við, þurfa að verða, eftir því sem ég bezt fæ séð, a. m. k. eitthvað í þá átt, sem víða einkennir kirkju- og safnaðarstarf erlendis. Við verðum að líta á það sem ófrávíkjanlega skyldu okkar, ef við á annað borð erum í kristnum söfnuði, að starfa fyrir hann og kirkju okkar af fúsleik og glöðu geði, ef þess er þörf, °g þess yrði óskað. „Kirkjan er oss kristnum móðir“, eins og skáldið kvað svo réttilega. Til hennar leitum við til þess að blessa börn okkar í skírn og fermingu. Til hennar leitum við M1 að fá blessun í hjónabandi okkar, og á mestu hátíðastundum. Og til hennar leitum við á dýpstu sorgarstundum lífs okkar. Við þessa stofnun og söfnuð hennar höfum við vissulega miklar skyldur og ábyrgð. Undan þeim skyldum og ábyrgð get- Ur enginn kristinn maður skorast. Ég talaði fyrr um nauðsyn þess aö tendra neistann, sem mundi knýja okkur til umhugsunar um þessi efni — og til iifandi kirkjustarfs. Ég held, að í eðli íslendingsins hafi alltaf búið og búi rík trúarþörf og trúaráhugi. Mætti færa margt fram því til sönn- Unar, bæði frá eldri og yngri tímum. Hinn mikli áhugi, sem breitt hefir um sig innan íslenzkra safnaða hin seinni ár, varð- andi margraddaðan kirkjusöng, sýnir til dæmis glöggt, að tórnarvilja til kirkjulegs starfs vantar hér ekki, þegar forusta er örugg. Og ég leyfi mér að fullyrða, að fjöldi annarra safn- nðarrnanna bíður eftir því að fá að komast út á kirkju- og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.