Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 30
268
KIRKJURITIÐ
Tveir ungir orgelsmiðir frá Tékkóslóvakíu, Oldrich Stefek
og Jindrich Pinos, komu hingað og önnuðust uppsetningu á
á orgelinu. Leystu þeir starf sitt af hendi með mestu prýði.
Sama er að segja um allt frá verksmiðjunnar hálfu, að það
virðist vera með ágætum. Orgelinu er þannig komið fyrir, að
spilaborðið er á söngpalli þeim, er fyrir var í kirkjunni, en
pípurnar eru til beggja hliða, og að nokkru leyti framan við
söngpallinn. Voru smíðaðir pallar undir pípurnar til hliðanna.
Orgelinu er svo vel og smekklega komið fyrir, að hin mesta
prýði er að því í kirkjunni. Það var vígt hinn 12. september
síðastliðinn og hefur síðan verið notað við guðsþjónustur, sam-
komur og hljómleika og reynzt afbragðs vel. Margir íslenzkir
organleikarar hafa nú reynt orgelið og ljúka allir mesta iofs-
orði á það. Hinn 19. desember síðastliðinn hélt kór Hallgríms-
kirkju jólatónleika (Musica Sacra), og þá lék dr. Páll ísólfsson
einleik á orgelið, og fær það hina beztu dóma hjá honum.
Þess má geta, að áður en orgelið var sent hingað til lands,
var það sett upp í Prag og haldnir á það hljómleikar í útvarp.
Léku þessir á orgelið: Dr. Jiri Reimberger (Kolandirt), sem
mun talinn bezti organleikari Tékka nú, Ing. Otto Veverka, sem
er starfsmaður Rieger-verksmiðjunnar, Rene Vojteck og próf.
Vachulka.
Pípuorgel eru dýr, en þau eru líka einhver fullkomnustu
hljóðfæri, sem til eru, og þau eru eitt hið áhrifamesta tæki,
sem kirkjurnar geta eignazt.
Samkvæmt upplýsingum frá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar
eru nú hljóðfæri í öllum kirkjum landsins. í flestum þeirra
eru harmoníum (þar af nokkur pedal-harmoníum). í þremur
kirkjum eru rafmagnsorgel (Hammond eða þess háttar). Aðeins
í 9 kirkjum eru pípuorgel, en nú mun von á pípuorgelum í
fleiri kirkjur. Enginn efi er á því, að harmoníin hafa gert hið
mesta gagn og verið kirkjusöngnum og kirkjutónlist yfirleitt
hin mesta lyftistöng. Sá tími hlýtur þó að vera að koma, að
orgelin leysi harmoníin af hólmi í kirkjunum.
Þegar gerður er samanburður á orgelum og harmoníum,
verða yfirburðir orgelanna ótvíræðir. Þau eru að vísu rúm-
frekari og dýrari, en ending þeirra mun vera langtum meiri,
og enginn þarf að efast um, að orgelin hafa mikið umfram