Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 38
276
KIRKJURITIÐ
2 mánaöa íyrirbúnaö, og eg þarf bæði aö yrkja og skrifa —
og biðja.
Þinn elskandi
Matthías.
Reykjavík, 6. maí 1874.
(Frampart bréfsins vantar.)
Fyrirgefðu elskulegi, háttvirti, geniali og voldugi vinur!
aö eg geri mig svona heimakominn hátt og lágt, skyggnandisk
inn í hverja kyrnu og talandisk allt, sem eg meina. Eg er
nefnilega djarfur maður og hreinn í lund og hleypidómalítill,
en með ótal smáfleiðrum og flumbrum á sál og líkama, en sem
þessu bréfi kemur ekki við. Já, úr því minn hjartans vinur
er nú farinn, þá tek eg hér með það ráð að reyna þig, vin
hans, og skemmta mér við þína sál. Við Gunnar hefir mér
líkað betur en nokkurn annan minn samferðamann á lífsins
línu, og vorum við þó ekki ætíð einnar skoðunar. En hans
kærleiki gerði hann allan að guðdómlegum sannleika, og flestar
hans skoðanir. Gunnar var upp á vissan máta kras-orthodox,
en hans orthodoxía var líf og sannleiki (eins og raunar hjá öll-
um sönnum guðsmönnum) í hugsun, orði og verki, fyrir þann
eld Jesú Krists anda, sem lifði í hans hjarta og andaði í öllu
hans athæfi. Þess vegna var séra Gunnar einn hinn merkileg-
asti maður, sem eg hefi þekkt — þrátt fyrir veikleika sinn,
sem þeir er ekki þekktu hans gimstein (þ. e. kærleika hans)
kölluðu draum- og feberóra, eða hégóma blandinn enthúsiasma
o. s. frv.
Nú ekki meira hér um, og nú út í helvíti, nefnilega þessa
gömlu skeiðmeri skrattans, sem kóngurinn kallar Póliticam-
Eg skrifa Eggerti: Bréf ykkar kom okkur mjög á óvart. Reynd-
ar könnuðumst við vel við, að það var klaufaskapur og hor-
tittur að setja hátíð vora 2. ágúst. En úr þessu er verra, þótt
því væri reynt að breyta, því að: 1) hlýtur guðsþjónusta um
land allt að ganga á undan hinu verzlega hátíðarhaldi. Er ekki
svo? Og 2) veitir ekkert af tímanum til 2. ágústs að undirbúa
sig og sameina hugi og hjörtu þessa marg-borneraða og fíö1'
skipta þjóðfélags vors, búa til tjöldin og fá utanlands frá föng’
Og 3) er ekki lengur tími til að auglýsa á ný utanlands þessa
ykkar breytingu, þar hér er ekki nema um eina póstskipsfer