Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 39

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 39
TVÖ BRÉF FRÁ MATTHÍASI 277 áreiðanlega að ræða, en gesti frá útlöndum, einkum enska menn °g norska, viljum vér fá, enda munu þeir binda vinfengi við °ss og minnast stofnana vorra. Nei, við megum til af þessum þremur ástæðum að bíta í hið súra epli biskupsins (við höfum gert það fyrri). Um stjórnar- bótina hygg eg varlega margt talandi í sumar. Við ættum sýnist mér meir að hugsa um að koma upp áreiðanlegu þingi °S stjórn, þjóðvilja og þjóðmenningu, sem allt vantar---------. Hvað, við höfum ekkert nema munninn! Við þrefum mikið, en nlþýðu- og búnaðar- og barnaskóla vantar oss, veg vantar oss, gufuskip kringum land vort vantar oss, búnaður vor er í barn- dómi, en ríki viljum vér endilega vera. Nei, det er F. lyne mig, segir Danskurinn, for galt. Stjórnarbótin er reyndar ekki full- komin stjórnarbót. Nú vel: hvernig og hvenær fáum við aðra betri? Ekki þó fyrr en við kunnum að sitja á löggefandi þingi, hættum form-þrefi og sýnum, að við kunnum að hegða okkur sem þjóð, sem hér innan lands hefir nokkurn veginn sjálfræði. Nú ekki meira. Eg var búinn að rita þér heila þétta örk, sem lá hér á borðinu, en brann upp í því óendanlega fumi og stappi, með Þjóðólfs expeditionina, sem eg hefi nú vafið mína existensíu í. í því bréfi var tóm heimspeki og rationalistisk 'iogmatik, og eg veit ekki, hvort skaði þinn er stór, að bréfið fór í eldinn. Eg má ómögulega vera að því að rispa þér al- °iennilega, og ertu þó einn af mínum sannarlega útvöldu, sakir ugætis þíns og skörungsskapar. Því kaupið þið ekki þetta greykvikindi, Þjóðólf? Eg vona þó, að eg megi senda þér eitt? Viltu hafa kvæði við og við? skaltu fá! Eg þakka þér fyrir erfiljóðin eftir Gunnar mmn. Eg kvað einar 5 vísur eftir hann daginn, sem eg heyrði lát hans. Eg var þá í Cambridge á Englandi. Það kemur í Andvara. Þú þekkir Gerok: Eg hefi þýtt nokkur beztu kvæðin hans, ú d. Dauða Mósesar. Mikið er á þér að hressa þig ekki svo ríkur niaöur og sjá önnur lönd. Eg væri steindauður, hefði eg ekki iraskað í siglingum; eg hefi mjög duttlungafulla og annmörk- Um bundna Disposition. í vetur hefi eg þekkt marga ágætis- nrenn og þreifað á merkilegri forsjón og þó er eg ekki harður (hérna þér að segja) í að trúa öllu, sem mér var einu sinni '°nnt. Alla vantrú hatast eg við, en elska trúarstríð og frjálsar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.