Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 41
Sumarskólinn að Löngumýri.
I fyrra sumar var rekinn sumarskóli á vegum húsmæöra-
skólans að Löngumýri, að frumkvæði Ingibjargar Jóhannsdótt-
ur skólastjóra. Þótti hann gefa svo góða raun, að ákveðið hefir
Verið að halda því starfi áfram, sem þá var byrjað á, reyndar
rneð lítið eitt breyttu fyrirkomulagi.
Verður nú námstímanum skipt í þrjú tveggja vikna nám-
skeið, til þess að hægt sé að flokka námsmeyjar eftir aldri.
Verður námskeiðunum skipað sem hér segir:
I. 25. júní — 8. júlí, 12—14 ára.
II. 9. júlí — 22. júlí, 15—25 ára.
III. 23. júlí — 6. ágúst, 25 ára og eldri.
MeÖ starfi sumarskólans nú gefst ungum stúlkum jafnt og
eldri konum tækifæri til þess að verja sumarleyfi sínu á hollan
°8 heilbrigðan hátt, þar sem saman fer hvíld og hressing ásamt
fræðslu.
Kennsla verður í kristnum fræðum, bókmenntum, trjárækt,
gfasasöfnun, matreiðslu, þjóðdönsum og íþróttum.
Útisundlaug er rétt hjá staðnum, og farið verður í ferðalög
til hinna mörgu sögustaða í nágrenninu.
Fastir kennarar verða: Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri,
Asgeir Ingibergsson stud. theol., Ásdís Karlsdóttir íþróttakenn-
ari» Guðrún Þorsteinsdóttir söngkennari, Gerður Jóhannsdóttir
°g Rósa Stefánsdóttir matreiðslukennarar.
Eins og áður er sagt, gafst þessi tilraun svo vel í fyrra, að
°hætt er að fullyrða, að aðsókn muni verða engu síðri í sumar
Ga þá.
Nánari vitneskju varðandi sumarskólann gefur Ingibjörg Jó-
hannsdóttir skólastjóri, Löngumýri, skrifstofa Aðalsteins Eiríks-
s°nar námstjóra, sími 82244, Reykjavík, og Ásgeir Ingibergsson
stud. theol., Reykjavík, sími 82862.