Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 42
Kristindómsfrœðslan. Varla getur það leikið á tveim tungum, að mikilsverðasti þátturinn í kristindómslífi þjóðarinnar er uppeldið. „Smekk- urinn nýtt, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Að börn- unum sé þegar í æsku innrætt lotning fyrir kristindóminum, meðan sálir þeirra eru enn ómótaðar, því aldrei eru þau eins móttækileg fyrir hvers konar áhrif, og sennilega býr maðurinn ekki eins lengi að neinu og þeim áhrifum, sem dýpst snerta sál hans í æsku. Það er því heilög skylda allra þeirra, sem er falið það mikla ábyrgðarstarf að ala upp börn, að leiða þau sem fyrst að lindum kristindómsins, segja þeim sögur úr Nýja testamentinu, og kenna þeim bænir og vers við þeirra hæfi' Það eru til ótal vitnisburðir um það, frá æðri sem lægri, hvernig kristindómsfræðsla mæðranna, bænir og vers, sem þeir námu við móðurkné, bjargaði þeim á neyðarinnar stund, reynd- ist þeim það lífsakkeri, sem hélt, þó allar aðrar festar brystu, þegar þeir voru að líöa skipbrot í lífi sínu. Það má því ekki ske, að kristindómsfræðsla mæðranna og heimilanna líði undir lok. Það yrði óbætanlegt tjón kristindómslífi þjóðarinnar, og leggist sá þáttur kristindómsfræðslunnar niður, þá mun þjóðin afkristnast á skömmum tíma. Kristindómsfræðsla í skólum get- ur aldrei komið í stað heimilisguðrækninnar. í skólunum er hún kennd eins og hver önnur námsgrein, og nær ekki til til- finningalífsins. Enda ekki nema einstöku kennari, sem er þess umkominn að kenna kristinfræði þannig, að þau nái tilgangi sínum, og heldur varla hægt við því að búast.' Kristindómur verður ekki kenndur svo, að boðskapur hans njóti sín, af öðrum en þeim, sem eru snortnir af anda hans og bera einlægan kær* leika til þeirra, sem þeir kenna. Með öðrum orðum, boðskapur- inn þarf að koma frá hjartanu, til þess að hann nái til hjartans. En heimilin þurfa hjálp. Hér þurfa prestarnir að koma til móts við þau, það gera þeir bezt með húsvitjunum, þær þurfa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.