Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 45
í brezkum skólum.
IMokkur brot úr sendibréfi.
Ég hafði mikla ánægju af Bretlandsferðinni. Og það hefir
yljað mér marga dimma daga síðan, að hugsa um bjarta og
hlýja sumardaga í Skotlandi og Englandi, því að eiginlega
fannst mér alltaf sumar þar, þó að komið væri fram í nóvem-
ber, þegar ég fór þaðan. Þó er það ekki veðráttan, sem er mér
hugstæðust, heldur fólkið. Allir, sem ég þurfti eitthvað að
Éita til, reyndust mér svo framúrskarandi vel. Vonum betur,
meira að segja, þó að ég hefði miklar mætur á Bretum áður.
Yfirfræðslumálastjóri Skotlands reyndist mér sérstaklega vel,
°g sama er að segja um þá 8 námsstjóra, sem hann fékk mér
til fylgdar víðs vegar um landið. Alls staðar var mér líka vel
tekið í skólunum. Þá kynntist ég presti einum í Edinborg, sem
mér geðjaðist sérstaklega vel að. Hann heitir Edwin Towill.
Honum á ég það mest að þakka, að mér auðnaðist að kynnast
Uokkuð kristinfræðiskennslu í skólum þar í borginni. Fræðslu-
málastjómin hefir ekki eftirlit með þeirri kennslu, svo að meðan
ég ferðaðist um með námsstjórunum, átti ég ekki kost á að
kynnast henni. Námsskrá í kristnum fræðum fyrir barna og
Ur»glingaskóla er samin af nefnd, sem skipuð er fulltrúum frá
°úum kirkjudeildum Skotlands (nema katólsku kirkjunni) og
fulltrúum frá kennarastéttinni. Séra E. Towill var starfsmaður
Þessarar nefndar og hafði með höndum eftirlit kristinfræðis-
kennslu í Edinborg.
Ég hefi lengi haft miklar mætur á Bretum og trúað því, að
þeir væru mesta menningarþjóð heimsins, þegar alls er gætt.
Sennilega standa samt sumar Norðurlandaþjóðirnar þeim jafn-
fsetis á mörgum sviðum. Eðlilegast sýnist því, að íslendingar
leituðu menningaráhrifa þangað, að svo miklu leyti sem þeirra
Gr leitað út fyrir landsteinana. Bretar og Norðurlandaþjóðimar
oru líka skyldastar okkur og standa okkur næst að allrí menn-
ir>gu.