Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 46
284
KIRKJURITH)
Skotar eru kirkjuræknari en flestar aðrar þjóðir, og helgi
sunnudagsins meiri þar en annars staðar. Þá eru allir skemmti-
staðir lokaðir, svo sem kvikmyndahús, leikhús og dansstaðir.
Þegar klukkan að ganga 11 á sunnudagsmorgnana fara kirkju-
klukkurnar að kalla fólk til tíða. í Edinborg eru um 70 kirkjur,
og er hátíðlegt að hlusta á samhljóm þeirra, enda hlýða margir
kalli þeirra. í flestum kirkjum eru tvær messur á dag, aftan-
söngur auk árdegisguðsþjónustu.
Þegar til Bretlands kom, sannfærðist ég um það, sem mig
hafði grunað áður, að kristindómur og kirkja hefir mjög mikil
áhrif á líf og breytni manna þar í landi. Þess vegna hafði ég
mikinn hug á að kynnast þar kristinfræðiskennslu í skólum,
því að þar hlaut að vera margt til fyrirmyndar.
Séra Edwin Towill, prestur við Newington og St. Leonards
kirkju í Edinborg, greiddi manna bezt fyrir því, að mér auðn-
aðist að kynnast þeim málum nokkuð. Séra Towill reyndist
mér á allan hátt mjög vel, og sjaldan hefi ég kynnzt manni,
sem mér hefir geðjast betur að. Ég var nokkrum sinnum við
messu hjá honum, og auk þess fékk ég að kynnast mjög fjöl-
breyttu starfi hans í þágu barna og ungs fólks í söfnuði hans.
Ég undraðist fórnfýsi hans og vinnuþrek. Því auk þess sem
hann messaði vanalega tvisvar hvem sunnudag og leiðbeindi
og kenndi við sunnudagaskólann og hafði mörgu öðru að sinna
í stórum söfnuði, hafði hann eftirlit með kristinfræðiskennslu
í skólum í Edinborg. Einnig flutti hann fyrirlestra við kvöld-
skóla, sem kirkjan starfrækti fyrir kristinfræðiskennara. Fyrii'
atbeina hans fékk ég nokkrum sinnum að hlýða á kennslu i
þeim ágæta skóla.
Séra E. Towill útvegaði mér leyfi til að heimsækja nokkra
barna- og unglingaskóla og kynnast þar kristinfræðiskennslu.
Stundum kom hann með mér, en stundum hafði hann ekki
tíma til þess, svo að ég fór einn. Skóladagurinn byrjar ávallt
með stuttri guðsþjónustu, sem tekur nál. 30 mín. Auk þess eru
svo tvær kennslustundir í viku í kristnum fræðum, 40—45
mín. hvor.
Mig langar til að segja frá morgunguðsþjónustu, sem eg
hlýddi á í Dr. Bell’s School í Edinborg. Það var 14. október s. •
kl. 9 f. h., sem ég kom þangað. Skólahúsið er gamalt og ekki
nýtízkulegt, en heimilislegt og hlýlegt þar innan dyra. Mér var