Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 7
SPURNINGIN 293 einstakra starfsmanna og stundum allrar stofnunarinnar, sem ber merkið fram, hinnar kristnu kirkju. Hér snúast vopnin hrapallega í höndum árásarmann- anna, því að ekkert sannar betur mátt andans en það, að hann skuli ryðja sér farveg gegnum kynslóðirnar, inn í hjörtu mannanna, þrátt fyrir ónýta þjóna orðs og fram- kvæmda. Og svar okkar er það sama og hefir verið kjarni allrar prédikunar frá upphafi kristins dóms til þessa dags: Jesús er Kristur, Guðs sonurinn eingetni, ímynd Guðs kærleika og speki, frelsari mannanna, ... því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Enginn getur sagt allar þær sögur, sem gerzt hafa um fögnuð og sælu þess hjarta, sem fundið hefir hvíld og frið í samfélagi við Drottin, enginn sagt frá allri þeirri blessun, sem streymt hefir inn í sálir mannanna, auðgað gleði þeirra, létt þeim þrautir og sorgir fyrir bæn og trú. Og allt hefir það gerzt, sem hann sagði að fylgja mundi komu sinni og hinum nýja tíma, sjúkdómar eru læknaðir og fátækum er boðað fagnaðarerindi, sem varðar ekki aðeins sálarheill þeirra, heldur einnig daglega afkomu. Allt, sem gert hefir verið í anda Krists, í samræmi við vilja hans, hefir verið unnið í hans nafni, enda þótt oft hafi gleymzt að skrá nafn hans á þær stofnanir, sem hann hefir látið reisa. Það skulum við athuga vel. Sumir halda, að þeir þurfi ekki að nefna nafn hans við framkvæmd sína — og eru þó einmitt að framkvæma vilja hans. Nafn hans stendur á öllum sjúkrahúsum og líknarstofn- unum, á samstarfi manna og samhjálp, þar sem unnið er í bróðurhug og kærleika. Eða hvers vegna eru öll slík fyrirtæki lýst friðhelg með rauðum krossi, þegar óveður manndrápa og skelfinga geisa um veröldina?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.