Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 38
324 KIRKJURITIÐ prestastefnu um störf og hag kirkjunnar er útvarpað til þjóðar- innar. Tel ég það vel farið. Allt eru þetta mál, sem þjóðina varða miklu. Ef til vill kunna einhverjum að þykja svo miklar upptalningar þurrar og þreytandi og lítið á þeim að græða. En það er öðru nær en að þeim fari svo, er kann að hlusta. Hér er að vísu aðeins um að ræða stuttan áfanga í kristni- sögu íslands, en að baki býr lífið sjálft, og ýmsum fer svo, er hann kynnir sér söguna, að: Opnast salir, blómleg býli, bæjamergð og lýða ferðir, landið fullt af lífi og yndi, lá og straumar og vötnin bláu. Þá skilst oss einnig bezt, að vér erum ekki aðeins áhorfendur, heldur eigum hver og einn, karl og kona jafnt, vorn þátt í því að mynda söguna og móta, og verði sú saga góð og fögur, þá verður það einnig vor eigin gæfa. Hafið þökk, sem hlýdduð. Fram til starfa og dáða. Guðsþjónustur og altarisgöngur. Flutti biskup skýrslur um þær að loknu fundarhléi. Guðs- þjónustur voru 4643, eða 141 fleiri en árið áður, en þá voru þær 121 fleiri en næsta ár á undan. Almennar guðsþjónustur voru 3517, barnaguðsþjónustur 755 og aðrar guðsþjónustur 371. Altarisgestir voru taldir 7014, en 6858 árið áður. Kveðjur. Biskup las kveðjuskeyti, er send voru forseta íslands, kirkju- málaráðherra og forseta Lúterska kirkjufélaginu í Vesturheimi, svo og ávarp frá prófessor Rihard Beck. Kirkjuþing. Þá var gengið til aðalmáls prestastefnunnar að þessu sinni, en það var Kirkjuþing fyrir þjóðkirkju íslands. Framsögu- menn voru dr. Magnús Jónsson prófessor og séra Sveinn Vík-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.